No translated content text
Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2024, mánudagurinn, 2. september var haldinn 51. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Borgum og hófst kl. 16.46 Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Árni Guðmundsson, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir og Anna Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Húsnæðisátaki og uppbyggingaáformum í Grafarvogi. MSS24010235
Haraldur Sigurðsson og Einar Þorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar því að til standi að ráðast í frekari uppbyggingu í úthverfum borgarinnar þar sem innviðir þola aukna byggð. Ef vel er staðið að verki getur slík uppbygging styrkt hverfin verulega og skapað þar skilyrði fyrir aukinni verslun og þjónustu. Það er þó algert skilyrði að slíkt húsnæðisátak verði ekki þvingað fram á forsendum ofurþéttingar heldur útfært í góðri sátt og með raunverulegu samráði við íbúa viðkomandi hverfa. Í Grafarvogi þarf að taka ríkt tillit til staðaranda hverfisins og hagsmuna núverandi íbúa, t.d. með því að ganga ekki á græn svæði sem mörg hver eru rótgróin og ein helsta ástæða þess að fólk hefur valið hverfið til búsetu. Ljóst er að margir þeir þéttingarreitir, sem borgarstjóri hefur kynnt að séu til skoðunar í Grafarvogi, ganga gegn þessum sjónarmiðum og koma því ekki til greina að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Fram fer umræða um Keldnaland í Grafarvogi: USK23080213
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Á síðasta ári lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að Reykjavíkurborg myndi kynna verðlaunatillögur vegna Keldnalands í Grafarvogi. Tillagan var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 11. október 2023. Íbúaráð Grafarvogs fagnaði tillögunni og samþykkti stuðning við hana á fundi sínum 6. nóvember s.á. Þrátt fyrir að tæpir ellefu mánuðir séu nú liðnir frá samþykkt tillögunar hefur sýningin ekki enn verið haldin. Skorað er á borgarstjóra að sjá til þess að umrædd sýning verði haldin sem fyrst svo Grafarvogsbúar geti kynnt sér tillögurnar í sínu heimahverfi. Um er að ræða stærsta skipulagsmál í Grafarvogi í áratugi og skýtur því skökku við að halda þeim hugmyndum leyndum fyrir íbúum, sem unnið er með.
Fundi slitið kl. 18.25
Fanný Gunnarsdóttir Kjartan Magnússon
Tómas Örn Guðlaugsson Árni Guðmundsson
Ingimar Þór Friðriksson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 2. september 2024