Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2024, mánudagurinn, 4. mars, var haldinn 47. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Erla Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Niðurstöður rannsóknar á félagslegu landslagi í Reykjavíkur - Grafarvogur. MSS22020030
Kolbeinn Stefánsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16.40 tekur Árni Guðmundsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 5. febrúar 2024, um verkhönnun verkefna fyrir Hverfið mitt í Grafarvogi. MSS22020075
Guðný Bára Jónsdóttir og Heiða Hrund Jack taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um íbúafund borgarstjóra í Grafarvogi.
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. febrúar 2024, við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um stefnumörkun varðandi eftirlitsmyndavélar, sbr. 6. liður fundargerðar ráðsins frá 5. febrúar 2024. MSS22050102
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. janúar 2024 um samþykkt verklagsreglna um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf verkefnastjóra stýrihóps um mótun stefnu í málefnum eldra fólks til ársins 2026, dags. 6. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu tilnefningu tveggja fulltrúa á samráðsfund með framtíðarnotendum.
Samþykkt að tilnefna Elísabetu Gísladóttur og að fela formanni þátttakanda af öðru kyni.Fylgigögn
-
Lögð fram greinargerð Íbúasamtaka Grafarvogs, dags. 28. janúar 2024 vegna verkefnisins 17. júní hátíð í Grafarvogi. MSS23030157
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Fundi slitið kl. 18:31
Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson
Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson
Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs 4. mars 2024