Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 46

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2024, mánudagurinn, 5. febrúar, var haldinn 46. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.38. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Ragnar Harðarson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð,

Þetta gerðist:

 1. Niðurstöður rannsóknar á félagslegu landslagi í Reykjavíkur - Grafarvogur. MSS22020030
  Frestað.

 2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. janúar 2024, vegna auglýsingar á tillögu  að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Gufuness vegna endurskipulagningar á bílastæðum og Gufuness – Samgöngutenginga. USK23120026

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 4. Fram fer umræða um hátíðarlokanir sundlauga í austurhluta Reykjavíkur. MSS24010096

  Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Grafarvogs gerir athugasemd við miklar lokanir Grafarvogslaugar um nýliðin jól og áramót. Grafarvogslaug var lokuð í fimm daga á tímabilinu: Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan í jólum og nýársdag. Af sundlaugum Reykjavíkurborgar voru aðeins Grafarvogslaug og Dalslaug í Úlfarsárdal lokaðar í svo marga daga á umræddu tímabili. Íbúaráð Grafarvogs óskar eindregið eftir því að betur verði staðið að opnun Grafarvogslaugar um næstu jól enda ljóst að sundlaugarferðir eru sjálfsagður hluti af jóla- og áramótahaldi margra Grafarvogsbúa. Íbúaráðið þakkar fyrir þau svör, sem sviðsstjóri menningar-, íþrótta og tómstundasviðs hefur nú veitt ráðinu um málið og fagnar fyrirætlunum um, að betur verði staðið að opnun Grafarvogslaugar í framtíðinni í tengslum við stórhátíðir.

  Eiríkur Björn Björgvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið fundarins. 

 5. Fram fer umræða um erindi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um tillögu um stækkun svæðis í Grafarvogi. USK23080213

  Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

  Unnið er að tillögu um friðlýsingu Grafarvogs á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Ráðuneytið hefur lagt til með sérstöku erindi, að mörk friðlýsingarsvæðisins verði stækkuð upp að Grafarlæk. Augljóst er að stærð friðlýsingarsvæðisins varðar mikilvæga hagsmuni Grafarvogsbúa sem leggja sérstaka áherslu á nálægð við náttúruna. Í ljósi þess að um mikilvægt skipulagsmál er að ræða, sammælist íbúaráð Grafarvogs um að umrætt erindi ráðuneytisins verði kynnt í ráðinu og það tekið til umfjöllunar á vettvangi þess. Jafnframt er hvatt til þess að Íbúasamtök Grafarvogs fái sambærilega kynningu á málinu.

 6. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Í framhaldi af fyrirspurn íbúaráðs frá því í maí 2022 varðandi uppsetningu á öryggis – og eftirlitsmyndavélum í Grafarvogi og svari frá borgarritara dagsettu 25. ágúst 2022 óskar íbúaráð Grafarvogs eftir upplýsingum um hvar málið sé statt innan borgarinnar í dag. Í svari frá borgarritara kom þá fram að  Reykjavíkurborg væri að huga að stefnumörkun til framtíðar varðandi eftirlitsmyndavélar í borginni. Er enn verið að vinna að stefnumörkun - og ef svo er liggur eitthvað fyrir um lok þeirrar vinnu? MSS22050102

  Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. 

Fundi slitið kl. 18:26

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson

Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs 5. febrúar 2024