Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2024, mánudagurinn, 8. janúar, var haldinn 45. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Hinu húsinu og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð,
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Hins Hússins. MSS22090034
Böðvar Nielsen tók sæti á fundinum undir þessum lið fundarins.
-
Fram fer kynning á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Hallarinnar. MSS22090034
Frestað -
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipan starfshóps um úttekt á umferðaröryggismálum í hverfinu, sbr. 6. liður fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 2. október 2023. MSS23100025
SamþykktFylgigögn
-
Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um úttekt á umferðaröryggismálum í hverfinu, sbr. 3. liður fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs 8. janúar 2024. MSS23100025
SamþykktFylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Grafarvogs – vor 2024. MSS22090031
Samþykkt með þeirri breytingu að ráðið fundi 8. apríl í stað 2. apríl.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Fram fer umræða um hátíðarlokanir sundlauga í hverfinu. MSS24010096
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og íbúasamtaka Grafarvogs leggja fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs gerir athugasemd við miklar lokanir Grafarvogslaugar um nýliðin jól og áramót. Grafarvogslaug var lokuð í fimm daga á tímabilinu: Þorláksmessu, aðfangadag, jóladag, annan í jólum og nýársdag. Af sundlaugum Reykjavíkurborgar voru aðeins Grafarvogslaug og Dalslaug í Úlfarsárdal lokaðar í svo marga daga á umræddu tímabili. Íbúaráð Grafarvogs óskar eindregið eftir því að betur verði staðið að opnun Grafarvogslaugar um næstu jól enda ljóst að sundlaugarferðir eru sjálfsagður hluti af jóla- og áramótahaldi margra Grafarvogsbúa.
Fundi slitið kl. 18:18
Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson
Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson
Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs 8. janúar 2024