Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 44

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2023, mánudagurinn, 4. desember, var haldinn 44. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í bókasafninu Spönginni og hófst kl. 16.04. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir Kjartan Magnússon, Rakel Glytta Brandt og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 15. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir tilnefningu íbúaráðs Grafarvogs í samráðshóp vegna Sundabrautar ásamt fylgiskjali. MSS23100110
  Samþykkt að tilnefna Fannýju Gunnarsdóttur í samráðshóp vegna Sundabrautar.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. nóvember 2023, um verklagsreglur íbúaráða Reykjavíkurborgar. MSS22090031

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. október 2023 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stekkjarbrekkna - Hallsvegar vegna lóðarinnar nr. 14. USK23070113

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. nóvember 2023 með umsagnarbeiðni um stafræna stefnu. ÞON23010021 
  Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila umsögn fyrir 1. janúar nk. 

  Fulltrúi Framsóknar, Pírata, íbúasamtaka, foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

  Gerð stafrænnar stefnu Reykjavíkurborgar er fagnað. Aðkomu íbúaráðsins að málinu er einnig fagnað enda er góð stafræn þjónusta við íbúa orðið eitt helsta hagsmunamál allra íbúa. Mikilvægt er að vanda vel til verks og gefa sér tíma til að bæta fyrirliggjandi drög þannig að þau geti orðið að sem mestu gagni í þessu mikilvæga verkefni.  

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. október 2023 vegna niðurstaðna í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020075

  Fylgigögn

 6. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs, dags. 6. nóvember 2023, um skýrslu starfshóps um framtíðarstarf skóla- og frístundastarfs Klettaskóla, Guluhlíðar, Heklu og Öskju. SFS22090172

  Fylgigögn

 7. Lögð fram drög að erindi íbúaráðs Grafarvogs, dags. 4. desember 2023, til umhverfis- og skipulagssviðs um umgengni og framtíð svæðis vestan við Bryggjuhverfi. 
  Samþykkt. 
  Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  Fylgigögn

 8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 9. Fram fer umræða um starf Miðstöðvarinnar. MSS22090034 

  Ólafur Elíasson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

 10. Fram fer umræða um starfs bókasafnsins í Spönginni. MSS22090034

  Katrín Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 18:05

Fanný Gunnarsdóttir Rakel Glytta Brandt

Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson

Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs 4. desember 2023