Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 42

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2023, mánudagurinn, 2. október, var haldinn 42. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Erla Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. september 2023, vegna Sundabraut – aðalskipulagsbreyting og umhverfismat - verklýsing til kynningar, ásamt fylgiskjölum. USK23090007
    Samþykkt að fela formanni að skila umsögn ráðsins í samráði við ráðið fyrir tilskilinn frest 19. október nk. 

    -    16.46 tekur Bjarni Þór Þórólfsson sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 12. september 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um kjörsókn í hverfið mitt, sbr. 9. liður fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs frá 4. september 2023. MSS23090042

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  5. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi tillögur dags. 2. október 2023:

    Nýlega var opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur á verðlaunatillögum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Keldnalandi. Lagt er til að slík sýning verði einnig sett upp í Grafarvogi, svo Grafarvogsbúar geti kynnt sér áðurnefndar tillögur í sínu heimahverfi. MSS23100024
    Frestað. 

  6. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi tillögur dags. 2. október 2023:

    Árið 2014 fól hverfisráð Grafarvogs sérstökum starfshópi að gera úttekt á umferðaröryggismálum í hverfinu og skilaði hópurinn af sér vandaðri skýrslu í október sama ár. Lagt er til að Íbúaráð Grafarvogs skipi að nýju starfshóp til að gera úttekt á umferðaröryggismálum í hverfinu. Hópurinn fari yfir stöðu umferðaröryggismála og leggi fram tillögur til úrbóta. Skoðað verði hvaða tillögur, sem lagðar voru til í skýrslunni frá 2014, hafa komist til framkvæmda og hvernig þær úrbætur hafa reynst. MSS23100025
    Frestað. 

Fundi slitið kl. 17:40

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Bjarni Þór Þórólfsson

Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 2. október 2023