Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2023, mánudagurinn, 2. október, var haldinn 42. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Erla Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. september 2023, vegna Sundabraut – aðalskipulagsbreyting og umhverfismat - verklýsing til kynningar, ásamt fylgiskjölum. USK23090007
Samþykkt að fela formanni að skila umsögn ráðsins í samráði við ráðið fyrir tilskilinn frest 19. október nk.- 16.46 tekur Bjarni Þór Þórólfsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 12. september 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um kjörsókn í hverfið mitt, sbr. 9. liður fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs frá 4. september 2023. MSS23090042
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi tillögur dags. 2. október 2023:
Nýlega var opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur á verðlaunatillögum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Keldnalandi. Lagt er til að slík sýning verði einnig sett upp í Grafarvogi, svo Grafarvogsbúar geti kynnt sér áðurnefndar tillögur í sínu heimahverfi. MSS23100024
Frestað. -
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi tillögur dags. 2. október 2023:
Árið 2014 fól hverfisráð Grafarvogs sérstökum starfshópi að gera úttekt á umferðaröryggismálum í hverfinu og skilaði hópurinn af sér vandaðri skýrslu í október sama ár. Lagt er til að Íbúaráð Grafarvogs skipi að nýju starfshóp til að gera úttekt á umferðaröryggismálum í hverfinu. Hópurinn fari yfir stöðu umferðaröryggismála og leggi fram tillögur til úrbóta. Skoðað verði hvaða tillögur, sem lagðar voru til í skýrslunni frá 2014, hafa komist til framkvæmda og hvernig þær úrbætur hafa reynst. MSS23100025
Frestað.
Fundi slitið kl. 17:40
Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson
Kjartan Magnússon Bjarni Þór Þórólfsson
Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 2. október 2023