Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2023, mánudagurinn, 4. september, var haldinn 41. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Ingimar Þór Friðriksson, Margrét Helgadóttir og Kjartan Magnússon. Fundinn sátu einnig Ragnar Harðarson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Austurmiðstöðvar. MSS22100035
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs þakkar fyrir góða og fróðlega kynningu á starfsemi og þjónustu Austurmiðstöðvar (Miðgarðs). Ljóst er að þar er unnið af miklum metnaði í skólamálum, velferðarmálum og annarri opinberri þjónustu í hinum fjölmennu hverfum Reykjavíkur austan Elliðaánna.
Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi Íbúasamtaka Bryggjuhverfis, dags. 9. ágúst 2023, um hraðahindrun á Tangabryggju. MSS23080107
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs hefur kynnt sér aðstæður í Bryggjuhverfi og tekur heils hugar undir ítrekaðar óskir íbúasamtaka Bryggjuhverfis um að bætt verði sem allra fyrst umferðaröryggi í hverfinu. Það þarf að setja tvær hraðahindranir á Tangabryggju og setja þar upp merkingar sem árétta 30km. hámarkshraða í hverfinu. Íbúaráð telur mjög nauðsynlegt og aðkallandi að samræma umferðarmerkingarnar í Bryggjuhverfi.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um bakhóp íbúaráðs Grafarvogs. MSS22090031
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. ágúst 2023, um kosningar í Hverfið mitt 2023. MSS22020075
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Grafarvogs. MSS22080127
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Húsaskóla, dags. 2. júní 2023, vegna verkefnisins Vorhátíð Foreldrafélags Húsaskóla. MSS22040019
-
Lögð fram greinargerð Frjálsíþróttadeildar Fjölnis, dags. 2. júní 2023, vegna verkefnisins Fjölnishlaup Olís. MSS22040019
-
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Grafarvogs telur "Hverfið mitt" mikilvægt til að virkja áhuga íbúa til lýðræðislegrar þátttöku. Íbúaráð mun beita sér fyrir góðri kynningu svo þátttakan verði sem mest. Svo íbúaráð geti metið árangur sinn í kynningum á kosningunni þá óska íbúaráðið eftir því að fá frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofunni eftirfarandi tölfræði: Hlutfallslega þátttöku allra Reykvíkinga undanfarin ár? Hlutfallslega þátttöku íbúa Grafarvogs undanfarin ár? Hlutfall íbúa annarra hverfa sem kusu um verkefni í Grafarvogi undanfarin ár? Hlutfall íbúa Grafarvogs sem kusu í öðrum hverfum undanfarin ár?
Vísað til umsagnar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Fundi slitið kl. 18:24
Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson
Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson
Margrét Helgadóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Íbúaráð Grafarvogs 4.9.2023 - Prentvæn útgáfa