Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 40

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2023, mánudaginn, 5. júní, var haldinn 40. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Egilshöll og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Ragnar Harðarson.
Eiríkur Búi Halldórsson ritaði fundargerð. 
 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á umferðaröryggismálum í hverfinu. MSS23050165

    -    Kl. 16:43 tekur Ingimar Þór Friðriksson sæti á fundinum. 

    Höskuldur Rúnar Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á störfum samfélagslögreglu og aðkomu í Grafarvogi. MSS23050164.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í framhaldi af kynningu um störf samfélagslögreglu í Grafarvogi og umræðum um löggæslumál vill íbúaráð Grafarvogs ítreka mikilvægi virkrar og sýnilegrar hverfalöggæslu. Viðbrögð lögreglu við málum sem koma upp í hverfinu, stórum sem smáum, þurfa að vera skjót og markviss svo að íbúar upplifi að þeir búi í öruggu samfélagi. Mikilvægi forvarnarstarfs ungmenna er óumdeilt og ljóst að gera má betur í þeim málaflokki. Góð og traust tengsl verða að vera milli þeirra sem sjá um ungmennastarf í hverfinu (skóla, frístundamiðstöðva, félagsstarfs og o.þ.h.) og lögreglu og trúnaður þarf að vera á milli þeirra aðila. Ráðið hvetur lögregluyfirvöld að styrkja  forvarnarstarfið enn frekar og auka sýnileika lögreglu í hverfinu. Ráðið vill hvetja íbúa til að tilkynna öll þau mál sem eiga heima á borði lögreglu.

    Elísabet Ósk Maríusdóttir og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
     

  3. Fram fer umræða um tunnuskipti í Grafarvogi vegna nýs flokkunarkerfis. MSS23050136.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs fagnar aukinni áherslu yfirvalda og áhuga almennings á flokkun á heimilissorpi. Við fögnum einnig aðgengi að ólíkum sorptunnum sem auðveldar íbúum Grafarvogs að flokka heima hjá sér. Á sama tíma leggur íbúaráð áherslu á að öll meðhöndlun á flokkuðu sorpi sé í fullu samræmi við gildandi lög og reglur. Það má aldrei leika vafi á því að allir þeir sem koma að söfnun og umsýslu á flokkuðu heimilissorpi fari ekki eftir settum reglum. Það er með öllu óásættanlegt ef ekki er fullkomið traust á milli íbúa sem flokka eftir kynntum reglum og þeirra sem sýsla með flokkað sorp. Því þarf að taka af allan vafa, því aðeins þannig náum við góðum árangri í flokkun. Eftir að innleiðingarferli lýkur verða íbúar að geta treyst því að allt ferlið sé skipulagt og unnið samkvæmt gildandi lögum um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi 1. janúar 2023.
     

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. maí 2023, með útskrift úr gerðabók umhverfis- og skipulagsráðs varðandi Mosaveg hjúkrunarheimili – breyting á deiliskipulagi Spöngin svæði H. SN22067

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Lögð fram greinargerð Skákdeildar Fjölnis, dags. 1. maí 2023, vegna verkefnisins Skákmót Fjölnis í Hverfinu á 17. júní. MSS22040019.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

  7. Lögð fram greinargerð Skákdeildar Fjölnis, dags. 1. maí 2023, vegna verkefnisins Skákbúðir Fjölnis. MSS22040019.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

  8. Lögð fram greinargerð Pysju sf., ódags., vegna verkefnisins Þrjú verk (úr smiðju) Hallsteins Sigurðssonar – sýning, uppfærður titill: Í Hallsteins nafni. MSS22040019.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 18.05

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Erla Bára Ragnarsdóttir

Tómas Örn Guðlaugsson Árni Guðmundsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 5. júní 2023