Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 4

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2020, miðvikudaginn, 29. janúar 2020, var haldinn 4. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var opinn, haldinn í Rimaskóla og hófst kl. 17:11. Fundinn sátu Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Árni Guðmundsson og Sævar Reykjalín. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á hugmyndum Strætó bs. að breytingum á leiðakerfi og áhrifum þeirra á hverfið. 

    Sólrún Svala Skúladóttir og Ragnheiður Einarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 17.31 Valgerður Sigurðardóttir tekur sæti á fundi.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Grafarvogs. 
    Listi lagður fram.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um fyrirhugaðan íbúafund vegna samgöngubóta í kjölfar breyttrar skólaskipunar í norðanverðum Grafarvogi. 
    Formanni falið að halda undirbúningi fundarins áfram í samvinnu við ráðið. Stefnt er að því að halda fundinn 19. febrúar  í Engjaskóla kl. 20.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs um tillögu að breytingu á deiliskipulagi 
    lóðarinnar nr. 42 við Funafold.

  5. Fram fer kynning á Hverfið mitt og samþykktum tillögum í hverfinu.
    Frestað.

  6. Fram fer umræða um framkvæmdir vegna gönguþverunar á Hallsvegi. 

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir að borgaryfirvöld láti ljúka við frágang nýrrar gönguþverunar á Hallsvegi sem allra fyrst. Þarna vantar merkingar, lýsingu og annað það sem reglur um gangbrautir kveða á um.  Mikil slysahætta er þarna eins og þetta er í dag og mörg óhöpp hafa orðið þegar ökutæki hafa rekist á  miðeyjuna nú í skammdeginu, enda sést hún afar illa. Í framhaldi þarf að laga aðrar gangbrautir í hverfinu á sama hátt með öryggi allra vegfarenda að leiðarljósi.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 18:13

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_2901.pdf