Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 39

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2023, mánudagurinn, 8. maí, var haldinn 39. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 26. apríl 2023, vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028 ásamt fylgiskjölum. MSS23040215

    Samþykkt að fela formanni að skila tillögum íbúaráðs Grafarvogs vegna aðkomu að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2024-2028 fyrir 31. maí nk.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. apríl 2023, vegna auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Vagnhöfða 29. SN220544

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5, apríl 2023, um framkvæmd verkefnisins rafræn vöktun í Hverfið mitt, sbr. 8. liður fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs frá 3. apríl 2023. MSS23040029

    Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Íbúasamtaka Grafarvogs furðar sig á svari borgarritara við spurningu Íbúaráðs Grafarvogs þann 3.4. sl. um framgang  verkefnisins „rafræn vöktun“ frá 2018 sem kosin var og samþykkt í kosningunni Betri hverfi. Áréttað skal að verkefnið var samþykkt til framkvæmdar eftir lýðræðislega kosningu  íbúa eftir leikreglum borgarinnar. Engin rök liggja fyrir um hvers vegna ekki á að framkvæma verkefnið. Íbúasamtök Grafarvogs skora á borgaryfirvöld að framkvæma þetta lýðræðislega kjörna og samþykkta verkefni sem allra fyrst.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram að nýju ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og fulltrúa íbúasamtaka, dags. 3. apríl 2023, um bankaþjónustu við Bíldshöfða, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins frá 3. apríl. MSS22090034

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Húsaskóla styrk að upphæð kr. 60.000 vegna verkefnisins Vorhátíð Húsaskóla. 

    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 45.000 vegna verkefnisins Fjölnishlaup Olís. 

    Samþykkt að veita Íbúasamtökum Grafarvogs styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins 17. júni í Grafarvogi. 

    Samþykkt að veita Katrínu Björgu Fjeldsted styrk að upphæð kr. 45.000 vegna verkefnisins Með Mínum Augum. 

    Samþykkt að veita Skákdeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 50.000 vegna verkefnisins Sumarskákmót Fjölnis og Austur. 

    Samþykkt að veita Hildi Jónsdóttur styrk að upphæð kr. 200.000 vegna verkefnisins Vor og uppskeruhátíð fyrir félagsstarfið í Borgum. 

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fulltrúi íbúasamtaka víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Íbúasamtaka Grafarvogs. 

    Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:59

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson

Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 8. maí 2023