Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 38

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2023, mánudagurinn, 3. apríl, var haldinn 38. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á starfsemi Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í Grafarvogi. MSS23030038

  Brjánn Jónasson, Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, Jónas Guðmundsson og Sigríður D. Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 2. Lagt fram að nýju svar Strætó bs., dags. 16. febrúar 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um þjónustu strætó í borgarhlutanum, sbr. 3. liður fundargerðar ráðsins frá 6. mars 2023. MSS22100056

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um bankaþjónustu í Grafarvogi. MSS22090034

 4. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi ályktunartillögu, dags. 3. apríl 2023, um bankaþjónustu við Bíldshöfða:

  Íbúaráð Grafarvogs skorar  á Arion-banka að veita áfram gjaldkeraþjónustu í útibúi bankans við Bíldshöfða (Húsgagnahöllinni). Útibúið við Bíldshöfða veitir íbúum mikilvæga þjónustu og gjaldkeraþjónustan þar er fjölsótt af íbúum eystri hverfa Reykjavíkur. Ekki síst íbúum úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Grafarholti og Úlfarsárdal. MSS22090034
  Frestað. 

 5. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs, ódags. um tillögu að breytingu á deiliskipulagi  vegna Mosavegar, hjúkrunarheimilis. SN220067

  Fylgigögn

 6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 7. Lögð fram að nýju ályktunartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 6. mars 2023, um rekstur heilsugæslustöðvar í Grafarvogi, sbr. 5. liður fundargerðar ráðsins frá 6. mars 2023. MSS23030033
  Tillögunni er vísað frá með tveimur atkvæðum fulltrúa Framsóknarflokks og foreldrafélaga gegn einu atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Fulltrúi Pírata, íbúasamtaka og slembivalinn fulltrúi sitja hjá. 

  Fylgigögn

 8. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Í verkefninu Hverfið mitt 2018 var samþykkt tillagan " rafræn vöktun ". Enn er ekki búið að framkvæma þetta. Hvar er verkið statt og hvers vegna hefur það ekki verið framkvæmt ? MSS22070059
  Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. 

Fundi slitið kl. 18:30

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson

Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 3. apríl 2023