Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 37

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2023, mánudagurinn, 6. mars, var haldinn 37. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Ingimar Þór Friðriksson og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. febrúar 2023, um uppstillingu kjörseðils í Grafarvogi  fyrir Hverfið mitt ásamt fylgiskjölum. 
    Samþykkt að óska eftir að eftirtalin verkefni fari á kjörseðil fyrir hverfiskosningar í Hverfið mitt næstkomandi haust:
    1. Örugg hjólastæði við helstu staði í Grafarvogi
    2. Púttvöllur með gervigrasi við félagsmiðstöðina Borgir
    3. Upplýsingaskilti um sögu atburði
    4. Trampólín (Engjahverfi og Staðahverfi)
    5. Nýr gervigrasvöllur hjá Bryggjuhverfinu
    6. Stjörnukíkir á útsýnispallinum í Húsahverfi
    7. Bæta aðgengi hjá Hallsteinsgarð og endurbæta svæðið
    8. Uppfæra leiksvæði í Víkurhverfi
    9. Nýr körfuboltavöllur í Foldahverfi við Foldaskóla 
    10. Vatnskrana/vatnshana við fjölfarna vegi

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

    Eiríkur Búi Halldórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 16:42 taka Kjartan Magnússon og Erla Bára Ragnarsdóttir sæti á fundinum

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. febrúar 2023, vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Mosavegar, hjúkrunarheimilis. SN220067
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila athugasemdum ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 24. mars næstkomandi. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar Strætó bs., dags. 16. febrúar 2023, við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um þjónustu strætó í borgarhlutanum, sbr. 13. liður fundargerðar ráðsins frá 3. október 2023.
    Frestað

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um stöðu heilsugæslu í Grafarvogi. MSS23030038

    Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sú staða sem komin er upp í hverfinu eftir að Heilsugæsla Grafarvogs lokaði í Spöng og flutning þjónustuna í annað borgarhverfi, er hörmuð. Veruleg óánægja er með þetta í hverfinu og ljóst að lokun þjónustunnar í hverfinu veldur stórum hluta notenda hennar töluverðum óþægindum. Spurt er hvernig og hvenær Heilsugæslan ætlar að bregðast við þessu og tryggja áfram aðgengi Grafarvogsbúa að þjónustunni ? Einnig er óskað eftir skýrum svörum um hvernig þessi staða gat komið upp í hverfi með yfir 18 þúsund íbúum og óskað eftir ítarlegum upplýsingum um aðdraganda lokunarinnar.  

  5. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi ályktunartillögu, dags. 6. mars 2023, um rekstur heilsugæslustöðvar í Grafarvogi:

    Íbúaráð Grafarvogs skorar á heilbrigðisráðherra og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að tryggja rekstur öflugrar heilsugæslustöðvar í Grafarvogi til framtíðar. Tveir eftirfarandi kostir verði einkum skoðaðir í því skyni:  1. Bráðabirgðahúsnæði verði útvegað fyrir Heilsugæslu Grafarvogs í hverfinu, e.t.v. í samstarfi við Reykjavíkurborg, á meðan endurbætur standa yfir á húsnæði heilsugæslunnar í Spönginni.  2. Skoðaðir verði möguleikar á því að stofna einkarekna heilsugæslustöð í Grafarvogi. MSS23030033

    Frestað. 

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  7. Fram fer umræða um bankaþjónustu í Grafarvogi. MSS22090034
    Frestað.

Fundi slitið kl. 18:30

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson

Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 6. mars 2023