Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 36

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2023, mánudagurinn, 6. febrúar, var haldinn 36. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á uppbyggingarreitum í Grafarvogi. MSS23010276

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    -    Kl. 16:47 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. janúar 2023, um breytingar á fjármagni í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um heimasíðuna Grafarvogur.is. MSS22090031

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs lýsir yfir áhuga á að endurvekja lénið grafarvogur.is sem upplýsingaveitu um Grafarvog, þjónustu í hverfinu, tómstundir í hverfinu og annað sem tengist starfsemi og atburðum í hverfinu. Á léninu ættu málefni hverfisins að vera aðgengileg, fundargerðir íbúaráðs, starfsemi ungmennaráðs og þau tækifæri sem íbúar Grafarvogs hafa í hverfinu. Íbúaráð lýsir yfir vilja sínum að styðja þessa uppbyggingu í góðu samstarfi við starfsmenn borgarinnar.

  4. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og íbúasamtaka um lagningu keppnisvallar og uppbyggingu áhorfendaaðstöðu við Egilshöll, sbr. 12. liður fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs frá 3. október 2023. MSS22100030
    Samþykkt.
    Vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Lögð fram greinargerð Daníels Sigríðarsonar, dags. 12. nóvember 2022, vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

  7. Lögð fram greinargerð Frjálsíþróttadeildar Fjölnis, dags. 12. janúar 2022, vegna verkefnisins Skólavíðavangshlaup Fjölnis. MSS22040019

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

Fundi slitið kl. 18:23

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson

Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 6. febrúar 2023