Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2023, mánudaginn 9. janúar, var haldinn 35. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn fór fram í Austurmiðstöð og hófst kl. 16:34. Viðstödd voru Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Helgi Áss Grétarsson, Árni Guðmundsson, Erla Bára Ragnarsdóttir og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Austurmiðstöðvar. MSS22100035
Frestað. -
Fram fer kynning á starfsemi Skátafélagsins Vogabúar. MSS22090031
Róbert Örn Albertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á starfsemi Íbúasamtaka Grafarvogs. MSS22090031
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 13. desember 2022 vegna breytinga á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar, sbr. 2. liður fundargerðar mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs 8. desember 2022.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Grafarvogs – vor 2023. MSS22080127
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og íbúasamtaka dags. 3. október 2022 um lagningu keppnisvallar og uppbyggingu áhorfendaaðstöðu við Egilshöll.
Frestað.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031
-
Lögð fram greinargerð vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019
a) Sirkus Ananas/Mikilvæg mistök
Fundi slitið kl. 18:07
Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson
Helgi Áss Grétarsson Árni Guðmundsson
Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 9. janúar 2023