Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2022, mánudaginn 5. desember, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn fór fram í Hlöðunni, Gufunesbæ og hófst kl. 16:15. Viðstödd voru Fanný Gunnarsdóttir, Kjartan Magnússon, Ingimar Þór Friðriksson, Árni Guðmundsson og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
Þetta gerðist:
-
Lagðar fram til afgreiðslu í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019
Samþykkt að veita Grósku í Grafarvogi styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna verkefnisins Þrettándabrenna.
Öðrum umsóknum hafnað.
- 16.32 tekur Erla Bára Ragnarsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042
Samþykkt að veita Elisabeth Rachel Nienhuis styrk að upphæð kr. 125.000,- vegna verkefnisins Snákur‘s Sleepover.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. nóvember 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 12 við Lambhagaveg.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 11. nóvember 2022, sbr. bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík, sbr. 2. liður fundargerðar ráðsins frá 7. nóvember 2022.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á ungmennaráði Grafarvogs.
Embla Möller og Logi Sigurgeirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á starfsemi ungmennafélagsins Fjölnis.
Hildur Björk Scheving, Arnór Ásgeirsson og Málfríður Sigurhansdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á starfsemi Korpúlfa.
Theódór Blöndal tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi tillögu dags. 5. desember 2022:
Skipulagssamkeppni um þróun Keldna og Keldnaholts er í undirbúningi hjá Reykjavíkurborg. Um er að ræða mikilvægasta skipulagsverkefni í Grafarvogi í áratugi. Fyrirhugað er að átta manns taki sæti í dómnefnd samkeppninnar, þrír frá Reykjavíkurborg, þrír frá landeigendum og tveir erlendir sérfræðingar. Íbúaráð Grafarvogs leggur til við borgarráð að íbúaráði Grafarvogs og Íbúasamtök Grafarvogs fái að tilnefna fulltrúa í dómnefndina auk áðurnefndra átta fulltrúa. Einn fulltrúi komi frá íbúaráði Grafarvogs og annar frá Íbúasamtökum Grafarvogs.
Samþykkt
Vísað til borgarráðs
Fundi slitið kl. 18:52
Fanný Gunnarsdóttir Kjartan Magnússon
Ingimar Þór Friðriksson Árni Guðmundsson
Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
34. Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 5. desember 2022.pdf