Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 33

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2022, mánudaginn 7. nóvember, var haldinn 33. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn fór fram í Austurmiðstöð-Miðgarði og hófst kl. 16:33. Viðstödd voru Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Erla Bára Ragnarsdóttir og Tómas Örn Guðlaugsson. Eftirtalinn fulltrúi íbúaráðs Grafarvogs tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Bjarni Þór Þórólfsson. Fundinn sátu einnig Guðný Bára Jónsdóttir sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Sorpu Grafarvogi. MSS22090039

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fyrirhugað er að fækka endurvinnslustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu úr sex í fjórar. Á fundinum hefur verið kynnt sú hugmynd að endurvinnslustöð Sorpu við Sævarhöfða verði lögð niður en í staðinn verði byggð ný stöð við Lambhagaveg-Blikastaðaveg. Ljóst er að slík breyting hefði í för með sér að margir núverandi notendur Sorpu við Sævarhöfða, þyrftu að sækja umrædda þjónustu mun lengri leið en þeir gera nú og yrðu þannig fyrir þjónustuskerðingu.

    Guðmundur Tryggvi Ólafsson og Ástþór Ingvi Ingvason taka sæti á fundinum undir þessum lið. Gunnar Dofri Ólafsson tekur einnig sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 16:50 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum. 

  2. Lögð fram fram drög að umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 7. nóvember 2022, sbr. bréf starfshóps um greiningu á tækifærum til haftengdrar upplifunar og útivistar fyrir almenning í Reykjavík dags. 12. október 2022 um haftengda upplifun og útivist. USK22090017
    Samþykkt að fela formanni að skila umsögn fyrir tilskilinn frest.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða bakhóp íbúaráðs Grafarvogs. MSS22090031

  4. Lagðar fram ábendingar íbúaráðs Grafarvogs ódags. vegna Römpum upp Íslands. MSS22020088

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um erindi íbúa í hverfinu um bálstofu. MSS22090190

  6. Fram fer umræða um umgengi í fjörum við Bryggjuhverfi og strandlengju við bryggju í Gufunesi. 

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031

  8. Lögð fram til afgreiðslu í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 325.000 vegna verkefnisins Ókeypis námskeið og lagasmíðamót fyrir unga lagahöfunda. Íbúaráð Grafarvogs hvetur Tónlistarfélagið til að eiga í samstarfi við Miðstöð og getur verið tengiliður þar á milli. 

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042

    Umsóknum frestað eða hafnað.

    Fylgigögn

  10. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir yfirliti yfir stöðuna á viðhaldi þeirra fasteigna sem listaðar voru upp í gögnum sem lögð voru fram á fundi ráðsins 11. maí sl. undir liðnum um aðkomu íbúaráðs að fjárfestinga og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar – Framkvæmdir og viðhald í Grafarvogi. Á fundi ráðsins þann 3. október 2022 var lagt fram minnisblað um yfirlit framkvæmda- og viðhaldsverkefna í Grafarvogi sem þakkað er fyrir. Hins vegar vantaði inn í yfirlitið upplýsingar um ýmis verkefni sjá glærur 8-10. Þá er óskað upplýsinga um undirbúning og hönnun vegna Funaborgar og Fífuborgar sem einnig er getið í umræddum glærum. Hafi ákvarðanir verið teknar um fleiri framkvæmdar og viðhaldsverkefni í Grafarvogi er upplýsinga óskað um þau. Að lokum er upplýsinga óskað um þau viðmið sem lögð eru til grundvallar við ákvörðun um forgangsröðun framkvæmdar- og viðhaldsverkefna?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds. 

Fundi slitið kl. 18:43

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Erla Bára Ragnarsdóttir

Bjarni Þór Þórólfsson Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
33. Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 7. nóvember 2022.pdf