Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 32

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2022, mánudaginn 3. október, var haldinn 32. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn fór fram í Austurmiðstöð - Miðgarði og hófst kl. 16:36. Viðstödd voru Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon, Árni Guðmundsson og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á félagsauði í Grafarvogi. MSS22090192

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Grafarvogs. Erla Bára Ragnarsdóttir tekur sæti í íbúaráði Grafarvogs fyrir hönd foreldrafélaga. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju tillaga íbúaráðs Grafarvogs um aukið aðgengi að íbúaráðsfundum dags. 11. maí 2022, sbr 2. liður fundargerðar ráðsins frá 11. maí 2022. Jafnframt er lögð fram umsögn mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs dags. 1. september 2022. 

    Samþykkt.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs ítrekar einnig bókun ráðsins frá síðasta fundi sem er svohljóðandi: „Áréttað er nauðsyn þess að koma upp ásættanlegum fjarfundarbúnaði á heppilegum stað í hverfinu, svo íbúaráðið geti sinnt hlutverki sínu með tilhlýðilegum hætti. Þannig yrði hægt að funda með staðfundarfyrirkomulagi og fjarfundarbúnaði á sama tíma.“ Íbúaráð fagnar því að unnið sé að kynningarmálum en bókanir ráðsins snúa einnig að betri aðstöðu fyrir íbúa á fundum íbúaráðs. Betri aðstaða fyrir fundi ráðsins eykur líkur á góðum árangri varðandi lýðræðislega þátttöku íbúa.

    Vísað til borgarráðs. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi íbúaráð í hverfinu um þjónustu strætó í hverfinu dags. 6. september 2022. MSS22090191

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu um brennsluofn dags. 6. september 2022. MSS22090190

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 varðandi hugmyndasöfnun í Hverfið mitt 2022-2023. MSS22020088

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ábendingar íbúaráðs Grafarvogs. MSS22020088

    Samþykkt að vinna áfram að samantekt og senda forsvarsmönnum verkefnisins eigi síðar 10. október. 

  8. Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 – hverfin. MSS22040042

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031

  10. Lögð fram til afgreiðslu í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019

    Samþykkt að veita Íbúasamtökum Bryggjuhverfis styrk að upphæð kr. 175.314,- vegna verkefnisins Nágrannavarsla í Bryggjuhverfi. 

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr Hverfissjóði. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040019d

    a) Frjálsíþróttadeild Fjölnis/ Fjölnishlaup Olís 2022

    b) Frjálsíþróttadeild Fjölnis/ Vormót Fjölnis 2022

  12. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi tillögu dags. 3. október 2022:

    Íbúaráð Grafarvogs beinir því til borgarráðs að fallist verði á framkomna hugmynd Fjölnis um lagningu keppnisvallar og uppbyggingu áhorfendaaðstöðu við Egilshöll og leigusamning um þau mannvirki. Ljóst er að umræddar framkvæmdir munu bæta aðstæður til íþróttaiðkunar í Grafarvogi verulega og fullnægja gildandi kröfum KSÍ um leyfisveitingar vegna keppnisvalla. Þá liggur fyrir álit skipulagsstjóra um að þessar hugmyndir gangi upp skipulagslega. MSS22100030

    Frestað.

  13. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Íbúaráði Grafarvogs hefur ítrekað borist kvartanir, ábendingar og fyrirspurnir varðandi leiðakerfi strætó í einstökum hlutum Grafarvogs. Sérstaklega hefur verið bent á norðurhluta Grafarvogs og svo vistþorp í Gufunesi. Þann 6. september 2022 barst ráðinu meðfylgjandi erindi frá Árnýju Elínborgu Ásgeirsdóttur íbúa í Grafarvogi.  Erindi Árnýjar var lagt frá á fundi ráðsins 3. október 2022 en ráðið hefur ekki forsendur að svo stöddu til að taka afstöðu til erindisins. Þess er óskað að Strætó bs. leggi mat á þær tillögur að lagfæringum sem lagðar eru fram í erindinu. Auk þess er upplýsinga óskað um hvort einhver vinna sé í gangi við að endurskoða og / eða endurmeta leiðakerfi Strætó bs. í Grafarvogi. MSS22090191

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

Fundi slitið kl. 18:33

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson

Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
32. Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 3. október 2022.pdf