Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 31

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2022, mánudaginn 5. september, var haldinn 31. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn fór fram í Austurmiðstöð - Miðgarði og hófst kl. 16:32. Viðstödd voru: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Ingimar Þór Friðriksson, og Tómas Örn Guðlaugsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júní 2022, um kosningu þriggja fulltrúa og þriggja til vara í íbúaráð Grafarvogs. Fanný Gunnarsdóttir var kosinn formaður íbúaráðs Grafarvogs. MSS22050058

    Fylgigögn

  2. Lagt fram slembival í íbúaráð Grafarvogs. Tómas Örn Guðlaugsson tekur sæti sem slembivalinn fulltrúi í íbúaráði Grafarvogs og Margrét Helgadóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í íbúaráð Grafarvogs. Árni Guðmundsson tekur sæti í íbúaráði Grafarvogs fyrir hönd íbúasamtaka og Bjarni Þór Þórólfsson til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. febrúar, um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. MSS21120181

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áréttað er nauðsyn þess að koma upp ásættanlegum fjarfundarbúnaði á heppilegum stað í hverfinu, svo íbúaráðið geti sinnt hlutverki sínu með tilhlýðilegum hætti. Þannig yrði hægt að funda með staðfundarfyrirkomulagi og fjarfundarbúnaði á sama tíma. 

    -    17:02 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur. MSS22080241

    Fylgigögn

  6. Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Grafarvogs. MSS22080127
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland og ósk forsvarsmanna verkefnisins um ábendingar íbúaráða. MSS22020088
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að leggja fram yfirlit yfir ábendingar á næsta fundi.

  8. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 17. ágúst 2022, um umferðaröryggisaðgerðir 2022. USK22080011 

    -    17.30 tekur Ragnar Harðarson sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. ágúst 2022, við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um verklok verkefnis um eftirlitsmyndavélar í Hverfið mitt frá 2018, sbr. 5. lið fundargerðar ráðsins frá 11. maí 2022. MSS22070059

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir því að lýðræðisleg kosning íbúa sé virt og án tafar verði farið í að undirbúa uppsetningu eftirlitsmyndavéla við alla innganga/útganga bifreiða í hverfið okkar. Að sjálfsögðu þarf að gæta persónuverndar og að meðhöndlun þessa streymis sé trygg lögum samkvæmt. Þó svo að verið sé að vinna að heildarstefnumótun þessara mála hjá Reykjavíkurborg þá teljum við að það eigi ekki að stöðva okkur í að fara að vilja íbúa í þessu efni. Íbúaráð telur einnig skynsamlegt að byggja á reynslu þeirra sveitarfélaga sem sett hafa upp þennan öryggisbúnað á undanförnum árum með ágætis árangri.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 - hverfin. MSS22040042

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  12. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090031

  13. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir upplýsingum um framtíð hverfastöðvar á Sævarhöfða og málefna Sorpu almennt í Grafarvogi. MSS22090039

    Vísað til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða. 

  14. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir að fá lista yfir allar athugasemdir/ábendingar og tillögur sem tengjast bættu umferðaöryggi í Grafarvogi og Bryggjuhverfi. Með þessum lista fylgi tillaga að mögulegum umbótum, kostnaðaráætlun mögulegra umbóta og útlistun á hvernig forgangsröðun verkefna er unnin. MSS22090040

    Vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Fundi slitið 18:48

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson

Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
31. Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 5. september 2022.pdf