Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 30

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, miðvikudagur, 11. maí, var haldinn 30. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn fór fram í Þjónustumiðstöð Austur - Miðgarði og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:00. Viðstaddur var Hákon Óli Guðmundsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Baldvin Berndsen og Anna Ragnheiður Haraldsdóttir. Fundinn sátu einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. apríl 2022 um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum. 

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila ábendingum ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 29. maí nk. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Grafarvogs dags. 11. maí 2022:

    Lagt er til að þegar ný íbúaráð verða skipuð að allir fundir verði sendir út í streymi líkt og nú er gert ásamt því að íbúum verði gert kleift að mæta og taka þátt í umræðum sem fram fara á fundunum. Það skapar mun meira íbúalýðræði að hafa fundina opna íbúum og fá þá til þess að taka þátt í þeim málefnum sem þar eru rædd. Einnig er lagt til að dagskrá funda íbúaráðsins verði auglýstir á vefmiðlum og prentmiðli hverfisins, Grafarvogsblaðið.

    Vísað til umsagnar mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs. 

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Grafarvogs dags. 11. maí 2022:

    Lagt er til að fyrir sveitastjórnarkosningarnar árið 2026 skipuleggi Reykjavíkurborg opna fundi í nokkrum hverfum borgarinnar með fulltrúum allra framboða. Það er mikilvægt fyrir íbúa að fá að spyrja frambjóðendur út í þeirra stefnumál og málefni hverfanna. Opnir fundir þar sem öll framboð gætu komið og kynnt sín stefnumál væri góð leið til þess að auka áhuga íbúa á sveitarstjórnarmálum og efla kosningaþátttöku.

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Grafarvogs dags. 11. maí 2022:

    Íbúaráð Grafarvogs leggur til að fyrir haustið árið 2022 hefji ÍTR samtal við íþróttafélög hverfa Reykjavíkurborgar og finni lausn á frístundaakstri og kostnaði við hann sem á fyrri árum lent á íþróttafélögunum. Mikilvægt er að horfa til þess að kostnaður miðist við stærð hverfa og fjölda iðkenda svo öll börn hafi jöfn tækifæri til frístunda og íþróttaiðkunar.

    Vísað til umsagnar skrifstofu Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar.

  5. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs:

    Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir upplýsingum um hvenær búast má við verklokum á verkefni sem var kosið í verkefninu Hverfið mitt haustið 2018 um eftirlitsmyndavélar á aðkomuleiðir hverfisins.

    Vísað til umsagnar skrifstofu umhverfis- og skipulagssviðs.

  6. Fram fer umræða um hjólaumferð á göngustígum í hverfinu.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs hvetur lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að taka upp reglulegt eftirlit með umferð um göngu og hjólastíga hverfisins. Nokkur brögð eru um hraðakstur ýmissa tegunda hjóla á blönduðum stígum og dæmi um að fólk veigri sér við að ganga stígana vegna þess. Auglýstur hámarkshraði vélknúinna tækja á slíkum stígum er 25 km en því miður eru mörg dæmi um að keppnishjól fari vel yfir þann hámarkshraða. Ráðið telur að með virku eftirliti á stígakerfi hverfisins náist tillitssamari og öruggari umferð allra sem um þá fara.

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 100.000,- vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð.

    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Fjölnishlaup Olís. 

    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Vormóts Fjölnis. 

    Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 100.000,- vegna verkefnisins Sirkussýningin Mikilvæg Mistök.

    Samþykkt að veita Fjölni (Knattspyrnudeild) styrk að upphæð kr. 675.000,- vegna verkefnisins Allir Grafarvogsbúar á völlinn í sumar að styðja stelpurnar og strákana okkar.

    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 90.000,- vegna verkefnisins Áramót Fjölnis.

    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 130.000,-  styrk vegna verkefnisins Nýliðanámskeið hlaupahóps Fjölnis.

    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 230.000 styrk vegna verkefnisins Skólavíðavangshlaup Grafarvogs

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Pysju sf  styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna verkefnisins Þrjú verk (úr smiðju) Hallsteins Sigurðssonar – sýning í Café Pysju. 

    Samþykkt að veita Skákdeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Skákmót í hverfinu á 17. júní. 

    Samþykkt að veita Skátafélaginu Vogabúar styrk að upphæð kr. 1.000.000,- vegna verkefnisins 17. Júní í Grafarvogi.

    Samþykkt að veita Fjölni (Knattspyrnudeild)  styrk að upphæð kr. 550.000 vegna verkefnisins Fjölgun sjálfboðaliða í baklandi. 

    Samþykkt að veita Fjölnir mfl kvk og mfl kk styrk að upphæð kr. 140.000 vegna verkefnisins Plakatagerð með liðsmyndum af mfl.kk og mfl.kvk Fjölnir. 

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:35

PDF útgáfa fundargerðar
30._fundargerd_ibuarads_grafarvogs_fra_11._mai_2022.pdf