Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 29

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2022, miðvikudagur, 6. apríl, var haldinn 29. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn fór fram í Þjónustumiðstöð Austur - Miðgarði og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:00. Viðstaddir voru Hákon Óli Guðmundsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Árni Guðmundsson og Anna Ragnheiður Haraldsdóttir. Fundinn sat einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á þéttingarreitum í Grafarvogi. 

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  2. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 10. mars. 2022 um strætósamgöngur og frístundarútu í hverfinu. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um íbúafund borgarstjóra í hverfinu. 

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  5. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    A) Pop up leikvöllur/Skátasamband Reykjavíkur.

PDF útgáfa fundargerðar
29._fundargerd_ibuarads_grafarvogs_fra_6._april_2022.pdf