Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 28

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, miðvikudagur, 2. mars, var haldinn 28. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn fór fram í Þjónustumiðstöð Austur - Miðgarði og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:02. Viðstaddur var Hákon Óli Guðmundsson, Berglind Eyjólfsdóttir og Anna Ragnheiður Haraldsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson,. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson auk Ingibjargar H. Sigurþórsdóttur sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. 1.    Fram fer kynning á framtíðarskipan íþróttastarfs í Vogabyggð, Bryggjuhverfi og Ártúnshöfða. MSS22020215. 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, íbúasamtaka og foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er undarleg ákvörðun af hálfu borgaryfirvalda að fá ekki félög úr austurborginni til þess að sinna þjónustu í sínu nærumhverfi. Félög úr austurborginni hafa ítrekað óskar eftir því að fá að sinna þeim svæðum sem núna er verið að úthluta öðrum félögum. Fjölnir sinnir núna Bryggjuhverfinu og er verið að taka hverfið af félaginu. Það er gríðarlegur metnaður í starfi íþróttafélaga í austurborginni og kynntu þau starfsemi sína á kynningarfundi fyrir borgaryfirvöldum. Félögin lesa síðan í fundargerðum um þær ákvarðanir að láta önnur félög sinna svæðinu. Fyrir utan það áhugaleysi sem borgaryfirvöld sýna íþróttafélögum í austurborginni með þessari ákvörðun þá hafa borgaryfirvöld ekki svarað erindum félaganna úr austurborginni, sem hafa óskað eftir skýringum á því hvers vegna þau fá ekki að sinna þessum svæðum. Það er undarlegt að keyra þetta mál í gegn án samráðs við félögin í austurborginni, fulltrúunum finnst það furðulegt að málinu hafi ekki verið frestað og það kynnt fyrir þeim íþróttafélögum í austurborginni er óskuðu eftir því að þjónusta þessi svæði en fá ekki að gera það. Það að lesa í fundargerðum um ákvarðanir sem teknar eru af hálfu borgaryfirvalda og hafa gríðarleg áhrif á framtíð þeirra félaga sem fyrir eru í austurborginni ber vott um virðingarleysi fyrir austurborginni.

    Hjálmar Sveinsson, Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson, Bjarni Þór Þórólfsson Guðmundur L. Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    17:06 tekur Baldvin Örn Berndsen sæti á fundinum. 

  2. Fram fer kynning á málefnum Bryggjuhverfis. MSS22030052

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráði Grafarvogs leggur áherslu á að brugðist verði skjótt við þvi öryggisatriði að unnið verði að fallvörn við bryggjuna í Bryggjuhverfi Reykjavík. Mikilvægt að brugðist verði við áður en frekari  slys verða en í dag er hún óvarin og sérstaklega  hættuleg börnum, gangandi og hjólandi vegfarendum.

    Bjarni Þór Þórólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutanum. MSS22020033

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Vetrarþjónusta á gatna og stígakerfi hverfisins hefur mikið verið í umræðunni meðal íbúa hverfisins undanfarið og ljóst að margt má betur fara í þeim málum. Nú er staðan sú að margar götur hverfisins eru nánast ófærar venjulegum bílum, jafnvel þó þeir séu búnir til vetraraksturs á þann hátt sem borgaryfirvöld boða. Fjölmargir sitja nú uppi með veruleg tjón á bílum sínum eftir glímu við gatnakerfið undanfarnar vikur.  Nánast ófært er fyrir gangandi og hjólandi, og margar stoppistöðvar strætó nánast fullar af snjó og því afar erfitt að nota almenningssamgöngur og hjól. Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir að  málefni vetrarþjónustu verði rýnd og lærdómur dreginn af þessum vetri til framtíðar.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 16. febrúar 2022 vegna endurskoðunar þjónustustefnu Reykjavíkurborgar. ÞON21070032

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Fram fer umræða um framkvæmd fyrirtækja á Öskudegi í Grafarvogi.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs þakkar fyrirtækjum í hverfinu fyrir að taka vel á móti unga fólkinu okkar þegar það gekk um hverfið og söng í dag Öskudag.
     

  7. Fram fer umræða um skíðalyftuna í Grafarvogi. MSS2203053

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú þegar skíðalyftan hefur verið opin mikið í vetur sem er fagnaðarefni, kemur í ljós að bílastæðamál og aðgengi að brekkunni er frekar mikið skipulagsslys með tilheyrandi röskun og ónæði fyrir íbúa sumra botnlanga í Húsahverfinu. Ljóst er að þörf er á frekari merkingum í nágrenni skíðabrekkunnar svo notendur átti sig á því hvert á að fara eða hvar sé mögulegt að leggja. Hvatt er til þess að brugðist við með því að bæta merkingar á svæðinu. 

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Sumarborgin-hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að verða við beiðni Skákdeildar Fjölnis um frestun á verkefninu Skákbúðir Fjölnis. 

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Skákdeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 100.000 vegna verkefnisins Skákbúðir Fjölnis. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:00

PDF útgáfa fundargerðar
28._fundargerd_ibuarads_grafarvogs_fra_2._mars_2022.pdf