Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 27

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, miðvikudagur, 2. febrúar, var haldinn 27. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hákon Óli Guðmundsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Anna Ragnheiður Haraldsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkhönnun hugmynda í Grafarvogi. 

     Bergsson og Eiríkur Búi Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    17.30 tekur Baldvin Örn Berndsen sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning vegna samgöngutenginga frá Gufunesi við Strandveg, breyting á gatnamótum Víkurvegar og Borgarvegar og samgöngumálum í hverfishlutanum. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi slembivalinna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, íbúasamtaka og fulltrúi slembivalinna  í íbúaráði Grafarvogs skora enn og aftur á borgaryfirvöldum að falla frá áformum um nýja vegtengingu frá Gufuneshverfi á miðjan Strandveg. Lengi hefur verið kallað eftir endurbótum á núverandi gatnamótum og með því að laga núverandi veg og endurbæta gatnamótin t.d. með hringtorgi mun nást öruggari og betri vegtenging. Þörf er á að farið verði í þessa framkvæmd nú þegar enda hafa íbúar og aðrir hlutaðeigandi kallaðir eftir því.

    Bjarni Rúnar Ingvarsson, Höskuldur Rúnar Guðjónsson og Pawel Bartoszek taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    17:58 víkur Baldvin Örn Berndsen af fundi. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. janúar 2022 við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um almenningssamgöngur og tengingar við Gufuneshverfið, sbr. 7. liður fundargerðar ráðsins frá 6. október 2021. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs – Gufunes, samgöngutengingar. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutanum. 
    Frestað. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Grafarvogs.
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 19:05

PDF útgáfa fundargerðar
27._fundargerd_ibuarads_grafarvogs_fra_2._februar_2022.pdf