Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 26

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, miðvikudagur, 5. janúar, var haldinn 26. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Hákon Óli Guðmundsson, Ellen Calmon, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Baldvin Örn Berndsen og Anna Ragnheiður Haraldsdóttir. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði þau Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Korpúlfa í Grafarvogi. 

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir góða kynningu og frábært starf Korpúlfa. 

    Birna Róbertsdóttir og Theodór Blöndal taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021 um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. desember 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs  um afgreiðslu skipulags- og samgönguráðs á deiliskipulagstillögu um vegtengingu við Gufunes, sbr. 7. liður fundargerðar ráðsins frá 1. desember 2021. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs harmar afgreiðslu skipulagsráðs varðandi deiliskipulagstillögu um nýja vegtengingu að Gufunessvæðinu. Íbúaráðið hefur ítrekað óskað eftir úrbótum þarna og lagt fram tillögur sem eru til þess fallnar að bæta öryggi og flæði núverandi vegar og gatnamóta, sem mun nýtast öllum sem um þau fara.  Ekkert hefur verið hlustað á okkar rök og tillögur, því miður og nú hefur borgarráð samþykkt framkvæmdina á fundi 5649 undir lið 4. Ráðið ítrekar enn og aftur fyrri tillögur og skorar á borgaryfirvöld að endurskoða þetta mál.

    -    17.50 víkur Ingibjörg Sigurþórsdóttir af fundi. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  5. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Fjölnishlaup Olís 2020/Frjálsíþróttadeild Fjölnis.
    b) Hlaupahópur Fjölnis - Nýliðanámskeið/Frjálsíþróttadeild Fjölnis.
    c) Jólamót 2020 /Frjálsíþróttadeild Fjölnis. 
    d) Vormót Fjölnis 20202/Frjálsíþróttadeild Fjölnis. 
    e) Fjölnishlaup Olís 2021/Frjálsíþróttadeild Fjölnis. 
    f) Skákheimsókn Fjöniskrakka á Selfoss/Skákdeild Fjölnis. 
    g) Teqball borð í hjarta Grafarvogs/Gunnar Hauksson.
    h) Tónleikar/Borgarbókasafnið Spönginni.

Fundi slitið klukkan 18:30

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0501.pdf