Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 25

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, miðvikudagur, 1. desember, var haldinn 25. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Grafarvogs, Miðgarði og hófst kl. 17:03. Viðstödd voru Hákon Óli Guðmundsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Árni Guðmundsson, Baldvin Örn Berndsen og Anna Ragnheiður Haraldsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Valgerður Sigurðardóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir, þau sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilnefning í íbúaráð Grafarvogs, Lilja Ágústa Guðmundsdóttir hefur þekkst boð um að taka sæti varamanns í íbúaráði Grafarvogi eftir að hafa verið slembivalin.  

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stjórnkerfis- og skipulagsbreytingum á velferðarsviði – sameiningu þjónustumiðstöðva. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á sameiningu yfirstjórna frístundamiðstöðva Ársels og Gufunesbæjar.  

    Atli Steinn Árnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 8. nóvember 2021 um niðurstöður kosninga í Hverfið mitt. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Íbúaráð Grafarvogs leggur til að samgönguyfirvöld Reykjavíkur fari í átak nú þegar að lýsa upp og merkja gangbrautir (gönguþveranir) í hverfinu eins og lög og reglugerð gera ráð fyrir. Afar mikilvægt er að þessar gangbrautir séu vel upplýstar og greinilega merktar til að auka öryggi þeirra vegfarenda sem um þær fara en því miður vantar mikið upp á að þessi mál séu í góðu lagi. Útfærslur með hreyfiskynjarastýrðri lýsingu svipað og er á gangbraut við Foldaskóla eru vel heppnaðar og ráðið vill sjá sem flestar slíkar. Einnig er afar mikilvægt að gangbrautarmerki séu greinileg og upplýst svo akandi verfarendur átti sig tímanlega á að gangbraut sé fram undan. 

    Samþykkt. 
    Vísað til borgarráðs. 

  7. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Á 122. fundi skipulags- og samgönguráðs sem haldinn var í morgun, 1.12. 2021 var á dagskrá deiliskipulagstillaga um bráðabirgðavegtengingu að Gufunessvæðinu með nýjum gatnamótum á Strandvegi. Hvernig var hún afgreidd og með hvaða rökum? Íbúaráð Grafarvogs andmælti tillögunni með rökum á fundi ráðsins í maí og kom með hugmynd að útfærslu vegtenginga. Var samþykkt deiliskipulagstillaga í samræmi við umsögn ráðsins?  

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. 

Fundi slitið klukkan 18:18

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0112.pdf