Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 24

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, miðvikudagur, 3. nóvember, var haldinn 24. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Grafarvogs, Miðgarði og hófst kl. 17:03. Viðstödd voru Hákon Óli Guðmundsson, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Baldvin Örn Berndsen og Anna Ragnheiður Haraldsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Berglind Eyjólfsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. október 2021 þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum 5. október 2021 samþykkt að Hákon Óli Guðmundsson taki sæti í íbúaráði Grafarvogs í stað Ásmundar Jóhannssonar, jafnframt var samþykkt að Hákon Óli verði formaður ráðsins.  

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um leið og Ásmundi Jóhannssyni er þakkað gott samstarf er Hákon Óli boðinn velkominn í ráðið.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um löggæslu, forvarnir og innbrot í hverfinu. 

    Einar Ásbjörnsson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  3. Fram fer umræða um lóðamál Borgarholtsskóla. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Svæðið í kringum Borgarholtsskóla er hjartað í Grafarvogi og það er ótrúlegt að eiga ekkert samráð við samfélagið í Grafarvogi þegar gerðar eru jafn stórar breytingar sem verða til þess að stærsti vinnustaður Grafarvogs hefur ekki lengur sömu tækifæri og áður til þess að stækka vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar hjúkrunarheimilis á lóð við skólann. Mikilvægt er þegar svona stór ákvörðun er tekinn að hún sé gerð í fullu samráði við stjórnendur Borgarholtsskóla og samfélagið í Grafarvogi. Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum þá var það ekki gert. Menntamálaráðuneytið hefur ekki gefið það út að ekki eigi að stækka Borgarholtsskóla frekar og því mikilvægt að halda þessari lóð óbyggðri fyrir framtíðar uppbyggingu skólans. Víða í Grafarvogi og borgarlandinu eru óbyggðar lóðir sem henta mun frekar til uppbyggingar hjúkrunarheimilis. Það er dapurlegt að stefna saman þessum tveim mikilvægu stofnunum hvorri gegn annarri og að þessi ákvörðun sé tekinn án samráðs við samfélagið í Grafarvogi. Það er ósk okkar að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.

    Fulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Undirrituð fagna samningi um að reisa eigi hjúkrunarheimili með 140 hjúkrunarrýmum í Grafarvogi. Mjög brýnt er að fjölga hjúkrunarrýmum þar sem þjóðin er að eldast. Mikið álag er og hefur verið á heilbrigðiskerfið og er skortur á hjúkrunarrýmum ein af ástæðum þess.  Staðsetning hins nýja hjúkrunarheimilis er einnig mikilvæg með tilliti til félagsmiðstöðvar Korpúlfa í Borgum og fagnaði Öldungaráð Reykjavíkur þessum samningi og staðsetningu heimilisins í júní sl. Einnig vilja undirrituð minna á að málefni sem og forgangsröðun vegna uppbyggingar framhaldsskóla og hjúkrunarheimila eru á forræði ráðuneyta menntamála, heilbrigðismála og fjármála.

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  5. Lagt fram erindi Borgarbókasafnsins dags. 29. október 2021 um áfangastaði Bókabílsins í Grafarvog. 

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs fagnar hugmyndum um að Bókabíllinn stoppi í Bryggjuhverfi. Óskað er eftir að Bryggjuráð, Íbúasamtök Bryggjuhverfis veiti Borgarbókasafninu nánari leiðbeiningar um staðsetningu. 

  6. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr hverfissjóði.

    a)    Foreldrafélag Húsaskóla/Afmælishátíð Húsaskóla

  7. Lagðar fram umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita Götubita ehf. styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Götubiti á jólum!

    Samþykkt að veita Fjölni (knattspyrnudeild) styrk að upphæð kr. 75.000,- vegna verkefnisins Súpupottar. 

    Samþykkt að veita Korpúlfum styrk að upphæð kr. 350.000,- vegna verkefnisins Leiklistarverkefni Korpúlfa. Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund S Backman.

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að verða við beiðni Tónlistarfélagi Árbæjar um breytingu á verkefninu Útitónleikar í Elliðaárdalnum – Stíflan 2021.

    Samþykkt að verða við beiðni Grósku í Grafarvogi um frestun verkefnisins Grafarvogsdagurinn. 

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Forvarnarsjóð Reykjavíkurborgar – Grafarvogur. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að mæla með að veita Miðgarði, Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness styrk að upphæð kr. 419.290,- vegna verkefnisins Tónar í Grafarvogi. 

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:58

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0311.pdf