Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 23

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, þriðjudagur, 6. október, var haldinn 23. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í þjónustumiðstöð Grafarvogs og hófst kl. 17:05. Viðstödd voru Árni Guðmundsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Baldvin Örn Berndsen og Anna Ragnheiður Haraldsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram slembival í íbúaráð Grafarvogs, Anna Ragnheiður Haraldsdóttir tekur sæti í íbúaráði Grafarvogs sem slembivalinn aðalmaður. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á breytingum á leiðakerfi Strætó bs. í Grafarvogi. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er þegar verið er að gera breytingar á leiðakerfi Strætó að það sé gert í samráði við sem flesta. Því miður þá voru breytingar á leiðakerfi sem gerðar voru í norðanverðum Grafarvogi í ágúst síðastliðnum ekki unnar í samráði við íbúa. Þær voru ekki kynntar fyrir íbúaráði Grafarvogs eða stór notendum í hverfinu líkt og íþróttafélaginu Fjölni. Fjölmargir íbúar hafa kvartað undan þessum breytingum enda koma þær illa niður á mörgum. Það er mikilvægt að hlustað sé á þær raddir og gerðar séu breytingar aftur sem verða til þess að meiri sátt skapist. Ef vilji er til þess að auka við farþegafjölda í Strætó þá er það ekki gert með því að skerða þjónustu við íbúa líkt og leiðarkerfisbreytingar í norðanverðum Grafarvogi gera.

    Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá skrifstofu samgöngustjóra og Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svava Skúladóttir frá Strætó bs. taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu vegna kosninga í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt sem standa nú yfir og lýkur 14. október nk.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um lóðamál Borgarholtsskóla. 

    Frestað.

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lagðar fram greinargerðir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Glappakast sirkussýning/ Sirkus Ananas

    b) Vinnustofa í blöðrudýragerð/ Daníel Sigríðarson

  7. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir upplýsingum um íbúafjölda í Gufuneshverfi og fjölda skólabarna. Eins óskar ráðið eftir upplýsingum um tengingu almenningssamgangna við hverfið, (þ.m.t. skólaakstur), hvernig þær standa nú og hvenær stendur til að bæta tengingu almenningssamgangna við hverfið? Auk þess sem óskað upplýsingum um stígatengingar við hverfið. 

    Vísað til umsagnar skrifstofu samgöngustjóra. 

Fundi slitið klukkan 18:21

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0610.pdf