Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 22

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, þriðjudagur, 1. september, var haldinn 22. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir. Árni Guðmundsson og Baldvin Örn Berndsen. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi ungmennafélagsins Fjölnis.

    Guðmundur Gunnarsson, Arnór Ásgeirsson og Eva Bjarnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  2. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 1. september 2021 um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði um bætta aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2021 með beiðni um umsögn um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags og samgönguráði um bætta aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi, ásamt fylgiskjali sem lagt er fram að nýju, sbr. 5. liður fundargerðar ráðsins frá 17. ágúst 2021. 

    Samþykkt.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 1. september 2021 um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar ásamt bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 7. júlí 2021 vegna draga að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar sem lagt er fram að nýju, sbr. 2. liður fundargerðar ráðsins frá 17. ágúst 2021.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 1. september 2021 um tillögur stýrihóps um innleiðingu íbúaráða ásamt bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021 vegna tillagna stýrihóps um innleiðingu íbúaráða sem lagt er fram að nýju, sbr. 3. liður fundargerðar ráðsins frá 17. ágúst 2021. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 6. júlí 2021 við fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins um fundargerðir hverfisráða sbr. 12. liður fundargerðar ráðsins 2. júní 2021. 

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Fram fer umræða um gönguþveranir á Hallsvegi og víðar.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs fagnar framkvæmdum við merkingu á gönguþverun á Hallsvegi við Austurfold. Ráðið bendir á að víða eru óöruggar og ófullkomnar gönguþveranir í hverfinu og við hvetjum borgaryfirvöld að halda áfram vinnu við að gera þær sýnilegar og öruggar sem allra fyrst.

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0109.pdf