Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2021, þriðjudagur, 1. september, var haldinn 22. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir. Árni Guðmundsson og Baldvin Örn Berndsen. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi ungmennafélagsins Fjölnis.
Guðmundur Gunnarsson, Arnór Ásgeirsson og Eva Bjarnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 1. september 2021 um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði um bætta aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2021 með beiðni um umsögn um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags og samgönguráði um bætta aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi, ásamt fylgiskjali sem lagt er fram að nýju, sbr. 5. liður fundargerðar ráðsins frá 17. ágúst 2021.
Samþykkt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
- Umsögn íbúaráðs Grafarvogs um tillögu Sjálfstæðisflokks um aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi
- Bréf umhverfis- og skipulagssviðs - umsagnarbeiðni um tillögu Sjálfstæðisflokks um aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvo
- Umsögn skrifstofu samgöngustjóra um tillögu Sjálfstæðisflokks um aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 1. september 2021 um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar ásamt bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 7. júlí 2021 vegna draga að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar sem lagt er fram að nýju, sbr. 2. liður fundargerðar ráðsins frá 17. ágúst 2021.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 1. september 2021 um tillögur stýrihóps um innleiðingu íbúaráða ásamt bréfi mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021 vegna tillagna stýrihóps um innleiðingu íbúaráða sem lagt er fram að nýju, sbr. 3. liður fundargerðar ráðsins frá 17. ágúst 2021.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 6. júlí 2021 við fyrirspurn fulltrúa Miðflokksins um fundargerðir hverfisráða sbr. 12. liður fundargerðar ráðsins 2. júní 2021.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Fram fer umræða um gönguþveranir á Hallsvegi og víðar.
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs fagnar framkvæmdum við merkingu á gönguþverun á Hallsvegi við Austurfold. Ráðið bendir á að víða eru óöruggar og ófullkomnar gönguþveranir í hverfinu og við hvetjum borgaryfirvöld að halda áfram vinnu við að gera þær sýnilegar og öruggar sem allra fyrst.
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0109.pdf