Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 21

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, þriðjudagur, 17. ágúst, var haldinn 21. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 894/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Árni Guðmundsson. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. ágúst 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 7. júlí 2021 vegna draga að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar.
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að kanna málið nánar og eftir atvikum skila sameiginlegri umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 23. ágúst. 

    Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 3. ágúst 2021 vegna tillagna stýrihóps um innleiðingu íbúaráða. 
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að kanna málið nánar og eftir atvikum skila sameiginlegri umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 1. september. 

    Dóra Björt Guðjónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs  dags. 16. júní og 13. ágúst 2021 vegna auglýsingar tillögu að aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040.
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að kanna málið nánar og eftir atvikum skila sameiginlegri umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 31. ágúst. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. júlí 2021 með beiðni um umsögn um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags og samgönguráði um bætta aðkomu að iðnaðarhverfi á Flötunum í Grafarvogi, ásamt fylgiskjali. 
    Frestað. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. júlí 2021 vegna auglýsingar á tillögu að nýju deiliskipulagi Elliðaárvog/Ártúnshöfða svæði 1 og 2 og breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals svæði norðan Miklubrautar og Ártúnshöfða iðnaðarsvæði. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. ágúst 2021 vegna auglýsingar á tillögu að nýju deiliskipulagi vegna Gufunes, samgöngutengingar.
    Íbúaráð Grafarvogs 
    Samþykkt að fela formanni að ítreka umsögn ráðsins frá 5. maí sl. varðandi nýtt deiliskipulag vegna Gufunes, samgöngutengingar.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs fagnar því að Hallsteinsgarður sé festur í sessi inn á deiliskipulagi og honum gefið meira vægi. Skilningur ríkir á þörf þess að bæta veg- og stígatengingar frá Gufunesi að Grafarvogi. En vill ráðið benda á mikilvægi þess að þær séu hannaðar í samræmi við áætlaða legu Sundabrautar og helst þau svæðið þar sem Sundabraut og nýjar teningar skarast verð leyst samtímis. Einnig ætlast ráðið til þess að lega nýrrar aksturstengingar verði útfærð á sem öruggastan hátt. Er þar sérstaklega bent á tengingu hennar við Strandveg með tilliti til sjónvegalenda og gatnamóta. Telur Íbúaráðið að farsælasta lausnin sé að tengja nýju vegtenginguna við Strandveg með hringtorgi þar sem núverandi gatnamót Strandvegar og Rimaflatar eru. 

    Fylgigögn

  8. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Grafarvogs haustið 2021. 

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins

  10. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Húsaskóla styrk að upphæð kr. 150.000.- vegna verkefnisins Vetrarhátíð Húsaskóla: Þátttaka foreldrafélagsins. 

    Samþykkt að veita Knattspyrnudeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 600.000.- vegna verkefnisins Stofnun 2. flokks kvenna. 

    Öðrum umsóknum er hafnað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:07

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_1708.pdf