Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 20

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, miðvikudaginn, 2. júní, var haldinn 20. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Trausti Harðarson og Árni Guðmundsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á sérsöfnun  lífræns eldhúsúrgangs í Reykjavík. 

    Friðrik Klingbeil Gunnarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    17.10 tekur Baldvin Örn Berndsen sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

  2. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Grafarvogs ódags. vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar. 
    Samþykkt
    Fulltrúi Miðflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021- drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva, sbr. 4. liður fundargerðar ráðsins 5. maí 2021 og 7. liður fundargerðar ráðsins 3. mars 2021. 

    Fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Við undirritaðir fulltrúar Íbúasamtaka Grafarvogs, Foreldrafélaga Grafarvogs og Sjálfstæðisflokks í íbúaráði Grafarvogs lýsum yfir verulegum áhyggjum af borgarlínu , sem kynnt var undir lið 4 á fundi ráðsins þann 5.05. sl. Afar litlar og óljósar upplýsingar hafa verið kynntar um verkefnið, sérlega hvað varðar grunnþætti á borð við kostnað, fjármögnun og rekstur. Við skorum því á borgaryfirvöld að ljúka við grunnvinnuna og kynna hana vel áður en lengra er haldið. Árni Guðmundsson, Baldvin Örn Berndsen, Valgerður Sigurðardóttir.

    Fulltrúar Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Miðflokksins tekur undur bókun fulltrúa íbúasamtaka og foreldrafélaga. 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Undirrituð fagna því að þessar aðalskipulagsbreytingar komi fram og að eitt af mörgum skrefum sem þarf að taka til að gera Borgarlínu að veruleika sé tekið. Uppbygging hágæða almenningssamgönukerfis og með tengt uppbygging er mikilvægur liður til að bregðast við fjölgun íbúa og ferða á höfuðborgarsvæðinu á mannlegan og sjálfbæran hátt. Einnig vilja undirrituð fagna því en og aftur að fyrstu leiðir borgarlínu munu þjónusta Grafarvog og Bryggjuhverfi og bjóða þannig upp á fjölbreyttari faramáta innan og út úr hverfinu. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs 12. maí 2021 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Jöfursbás 9. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. maí 2021 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gjúkabryggju 4. 

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. júní 2021 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Blikastaðavegur 2-8. 
    Frestað. 

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Miðflokksins dags. 2. júní 2021:

    Íbúaráð Grafarvogs leitast eftir því að Borgarstjórn Reykjavíkurborgar setji á framkvæmdadagskrá, göngubrú eða undirgöng yfir Strandveg að útivistarsvæðinu við Gufunesbæ. Búið er að byggja upp mjög flott og fallegt útivistarsvæði við Gufunesbæ og þurfa börn og unglingar hverfisins að fara yfir eina umferðarþyngstu götu hverfisins til að komast þangað. Þar er einnig mikil umferð af þungum og stórum bifreiðum. Mikil og aðkallandi þörf er á öruggri göngu- og hjólalausn að miðju Gufunesbæjarsvæðinu fyrir börn og unglinga hverfisins.

    Frestað. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  9. Lögð fram greinargerð vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Fimmtudagsforleikur í Gufunesbæ/Hitt Húsið

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Greinargerð um ráðstöfun styrkfjár Hverfissjóðs Reykjavíkur fyrir viðkomandi verkefni er góð og skýr. Hins vegar vill fulltrúi benda á að hér er Reykjavíkurborg að styrkja Reykjavíkurborg. Eðlilegra er að hverfissjóðir séu almennt nýttir til styrktar á framtaki einstaklinga og félagasamtaka en sótt sé í hverfissjóði af sviðum og/eða starfsstöðvum sem falla undir fjárframlög borgarinnar. 

  10. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Barna- og unglingaráði handknattleiks Fjölnis kr. 220.000-, vegna verkefnisins Vorhátíð handknattleiksdeild  Fjölnis.

  11. Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir því að Íbúaráð Grafarvogs fái sendar til sín allar skýrslur um úttektir á myglu og rakaskemmdum sem gerðar hafa verið um grunnskóla, frístundaheimili og leikskóla hverfisins á síðustu 5 árum. Með því móti að Íbúaráð hverfisins fái fullkomna yfirsýn yfir umfang myglu og rakaskemmdir sem og innsýn til að þekkja af nákvæmni alvarleika myglu og raka sem upp hafa komið á þessu tímabili í skóla byggingum hverfisins.

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs. 

  12. Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Á heimasíðu Reykjavíkurborgar þ.e. https://reykjavik.is/fundargerdir virðist ekki lengur vera til staðar hægt að finna fundargerðir Hverfisráða borgarinnar þ.e. forvera þess sem nú kallast Íbúaráð borgarinnar. Óskast skýringar á því og/eða leiðum til þess að auðveldara sé flétta upp fundargerðum sem snerta ákvarðanir og málefni fyrri ára er snúa að Grafarvogi.

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. 

Fundi slitið klukkan 18:18

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0206.pdf