Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2019, miðvikudaginn 4. desember, var haldinn 2. fundur Íbúaráð Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Rimaskóla og hófst klukkan 17:06. Viðstödd voru Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Sævar Reykjalín. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Heimir Snær Guðmundsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóps íbúaráðs Grafarvogs.
Frestað -
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. ágúst 2019, þar sem breytingar á úthlutunarreglum hverfissjóðs er vísað til umsagnar hverfisráða, sbr. 5. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs frá 12. september.
Íbúaráð Grafarvogs gerir ekki athugasemdir við drög að breytingum á úthlutunarreglum.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, sbr. 12. lið fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs 20. nóvember 2019.
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram auglýsing vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 42 við Fundafold.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning frá stýrihópi um innleiðingu íbúaráða.
Örn Þórðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um fundartíma ráðsins í janúar.
Samþykkt að næsti fundur ráðsins fari fram 15. janúar. -
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð.
Samþykkt að veita Korpúlfum styrk að upphæð kr. 300.000,- vegna hreinsunar gönguleiða og opinna svæða.
Samþykkt að veita Ungmennafélaginu Fjölni styrk að upphæð kr. 50.000,- vegna verkefnisins Eldri borgarar Grafarvogs – Korpúlfar.
Samþykkt að veita barna- og unglingaráði handknattleiksdeildar Fjölnis styrk að upphæð kr. 130.000,- vegna prentunar á auglýsingum, endurnýjun á mjúkboltum og lokahófs, vegna barna- og unglingamóts í softball.
Samþykkt að veita Ungmennafélaginu Fjölni styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna Þorrablóts Grafarvogs.
Samþykkt að veita Korpúlfum styrk að upphæð kr. 100.000,- vegna verkefnis um eflingu og stuðning við skákiðkun.
Samþykkt að veita verkefninu Friður og Nágrannaboð í Borgum styrk að upphæð kr. 100.000,-Öðrum umsóknum hafnað.
Valgerður Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Samþykkt var að loka fundi ráðsins undir þessum lið.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:52
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0412.pdf