Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 19

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, miðvikudaginn, 5. maí, var haldinn 19. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Baldvin Örn Berndsen. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigþórsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. maí 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 28. apríl 2021 með beiðni um umsögn um mögulega fjölgun kjörstaða í Grafarvogi. 
    Samþykkt að ráðið ræði málið nánar og komi afstöðu sinni á framfæri við skrifstofu borgarstjórnar fljótlega.  

    Bjarni Þóroddsson og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf eignaskrifstofu dags. 23. apríl 2021 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt að ráðið vinni sameiginlega að tillögum ráðsins og skili fyrir tilskilinn frest. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021- drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva.
    Samþykkt að ráðið fundi óformlega og geri tilraun til að ná saman um umsögn og skili fyrir tilskilin frest.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. apríl 2021 – skipulagslýsing fyrir deiliskipulag vegna nýrra samgöngutenginga úr Gufunesi upp á Strandveg. Jafnframt lögð fram drög að umsögn ráðsins.
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 90.000-, vegna verkefnisins Áramót Fjölnis.
    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Hlaupanámskeið hlaupahóps Fjölnis.
    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 80.000-, vegna verkefnisins Kynning á hlaupahópi Fjölnis.
    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Fjölnishlaup Olís.
    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 110.000-, vegna verkefnisins Vormót Fjölnis.
    Samþykkt að veita Ungmennafélaginu Fjölni styrk að upphæð kr. 400.000-, vegna verkefnisins Sumarnámskeið Fjölnis.
    Samþykkt að veita Kolbeini Kristinssyni styrk að upphæð kr. 410.000-, vegna verkefnisins Pönnuvöllur í hjarta Grafarvogs.
    Samþykkt að veita Skákdeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 200.000-, vegna verkefnisins Skákheimsókn Fjölniskrakka á Selfoss.
    Samþykkt að veita Skátafélaginu Vogabúar styrk að upphæð kr. 500.000-, vegna verkefnisins Hverfishátíð í Grafarvogi.
    Samþykkt að veita Grósku í Grafarvogi styrk að upphæð kr. 600.000-, vegna verkefnisins Grafarvogsdagurinn 2021.
    Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 80.000-, vegna verkefnisins Glappakast sirkussýning.
    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 500.000-, vegna verkefnisins Pop up leikvöllur.
    Samþykkt að veita Tónlistarfélarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 95.000-, vegna verkefnisins Útitónleikar í Elliðaárdalnum – Stíflan 2021.
    Samþykkt að veita Borgarbókasafninu Spöng styrk að upphæð kr. 140.000-, vegna verkefnisins Tónleikar.
    Samþykkt að veita xxx Taktur&Sköpun ehf/Púlz styrk að upphæð kr. 100.000-, vegna verkefnisins Tónlistarspuni með allri fjölskyldunni.
    Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 100.000-, til að halda eina vinnustofu vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrugerð.
    Samþykkt að veita Steinari Fjeldsted styrk að upphæð kr. 75.000-, fyrir mat og hljóðkerfi vegna verkefnisins Bretti, tónlist og grill.
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi ungbarnaleikskólans Ársólar styrk að upphæð kr. 76.914 vegna verkefnisins Saltkista við Ungbarnaleikskólann Ársól.

    Öðrum umsóknum hafnað. 

    -    18.39 Valgerður Sigurðardóttir víkur af fundi. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 19:07

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0505.pdf