No translated content text
Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2021, miðvikudaginn, 7. apríl, var haldinn 18. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Baldvin Örn Berndsen. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigþórsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á undirbúningi deiliskipulagsvinnu við Ártúnshöfða og Elliðaárvog.
Páll Gunnlaugsson, Björn Guðbrandsson og Þráinn Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um grasslátt, snjómokstur og hreinsun gatna í hverfinu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um styrkjapottinn Borgin okkar 2021 – hverfin.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um framkvæmd íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram erindi fulltrúa íbúasamtaka í íbúaráði Grafarvogs dags. 7. apríl 2021, um umgengni og umgjörð í kringum grenndargáma í Grafarvogi.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 18. mars 2021 um umferðaröryggisaðgerðir 2021.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokk, Berglind Eyjólfsdóttir fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:
Óskað eftir því að fundin verði önnur lausn en kynnt er í „umferðaröryggisaðgerðir 2021“ vegna lagfæringa sem verið er að fara í á gatnamótum Borgavegur/Strandvegur Þar er tekið fram að hægribeygurframhlaup verði afnumið. Fulltrúarnir telja að betra væri að finna aðra lausn en að afnema hægribeygju þar sem ekki hefur verið skoðað hvaða áhrif afnámið hefur á aukningu umferðar inn í íbúðahverfi. Fulltrúarnir óttast það að þessi breyting muni auka á umferð inn í íbúðahverfum og verða til þess að umferðaröryggi þar verður ekki það sama og það er núna. Strandvegur er mikilvæg samgönguæð norður fyrir Grafarvogshverfi og allar hindranir og þrengingar á umferð um veginn munu leiða til enn meiri gegnumakstri um íbúðahverfin en slík umferð hefur aukist eftir að hindranir og þrengingar voru settar á Strandveg fyrir fáum árum eins og margoft hefur verið bent á.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 5. mars 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um starfsemi í húsnæði gamla Korpuskóla, sbr. 11. liður fundargerðar ráðsins frá 3. mars 2021.
Samþykkt að ráðið vinni sameiginlega að bréfi um málefni Korpuskóla og sendi til skóla- og frístundasviðs. -
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. apríl 2021 – skipulagslýsing fyrir deiliskipulag vegna nýrra samgöngutenginga úr Gufunesi upp á Strandveg.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi fulltrúa íbúasamtaka í íbúaráði Grafarvogs dags. 7. apríl 2021, um veggjakrot í Grafarvogi.
Varaformanni ráðsins falið að skrifa umhverfis- og skipulagssviði bréf þar sem borgaryfirvöld eru hvött til að bregðast við vandamálinu.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins
Fundi slitið klukkan 19:36
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0704.pdf