Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2021, mánudagur, 22. mars, var haldinn 17. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:03. Viðstaddur var Ásmundur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Baldvin Örn Berndsen Aðalbjörg Albertsdóttir. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigþórsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á fyrirkomulagi uppstillingar kjörseðils fyrir Hverfið mitt í Grafarvogi og opnað fyrir rafræna uppstillingu á vefnum betrireykjavik.is.
-
Fram fer yfirferð verkefnastjóra Hverfið mitt í Grafarvogi á hugmyndum sem íbúar hafa úr að velja við rafræna uppstillingu.
-
Lokað fyrir rafræna uppstillingu kjörseðils fyrir Hverfið mitt í Grafarvogi og niðurstöður kynntar.
1. Stigi í fjöruna við göngustíginn
2. Ærslabelgir á völdum stöðum í Grafarvogi
3. Útieldun og leiksvæði við skátaheimili
4. Vönduð hjólastæði við Grafarvogslaug/Fjölnisvöll
5. Aparóla við Gufunesbæ
6. Gera göngustíg í kring um kirkjugarðinn
7. Jólaljós á völdum stöðum í hverfinu
8. Lýsing við Gufunesbæ
9. Þrekstiginn í Grafarvogi
10. Útiæfingatæki fyrir eldri borgara
11. Læsanleg hlaupahjólastæði við Egilshöll
12. Vönduð hjólastæði við Gufunesbæ
13. Fótbóltapönnur við hvern skóla í Grafarvog
14. Uppfæra leiksvæði í Víkurhverfi
15. Hjólabrettagarður við Gufunes
16. Hreystigarður
17. Parkour völlur
18. Malbika stíg milli Grafarvogs og SÁÁ
19. Risaróla í norðanverðan Grafarvog; t.d. við strandlengjuna.
20. Fjölnisbekkir víðsvegar um Grafarvog
21. Nýr Körfuboltavöllur við Víkurskóla & Foldaskóla
22. Bílastæði við Geldinganes
23. Bæta við Battavelli við Rimaskóla
24. Fjölgun bekkja í hverfinu - sameinuð hugmynd
25. 100 Metra - Tvöföld Hlaupabraut
26. Lýsa upp göngustíg meðfram strandvegi
27. Aparóla á völdum stað í norðanverðum Grafarvogi.
Fundi slitið klukkan 19:05
PDF útgáfa fundargerðar
fg_2203_nr_17.pdf