No translated content text
Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2021, miðvikudaginn, 3. mars, var haldinn 16. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Stefán Garðarsson og Baldvin Örn Berndsen. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigþórsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í hverfinu í íbúaráð Grafarvogs. Baldvin Örn Berndsen tekur sæti aðalmanns fulltrúa foreldrafélaga í íbúaráði Grafarvogs í stað Sævars Reykjalín.
Íbúaráðs Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs býður Baldvin Örn Berndsen velkominn sem aðalmann í íbúaráð Grafarvogs og hlakkar til samstarfsins. Einnig þakkar íbúaráð Grafarvogs Sævari Reykjalín fyrir samstarfið.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030.
Samþykkt.- 16.08 tekur Aðalbjörg Albertsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um forkynningu á deiliskipulagsvinnu við Ártúnshöfða og Elliðaárvog.
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir formlegri kynningu á uppbyggingu á Ártúnshöfða meðan forkynning á deiliskipulagi reitar 1 og 2 fer fram
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um starfsemi í húsnæði gamla Korpuskóla.
-
Fram fer umræða um grasslátt, snjómokstur og hreinsun gatna í borgarhlutanum auk yfirferðar með borgarvefsjá.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021 vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínu og tillögu að staðsetningu kjarnastöðva.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi stýrihóps um aðgengisstefnu dags. 3. mars 2021 vegna vinnu við aðgengisstefnu og opnun samráðsvettvangs á betrireykjavik.is.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. febrúar 2021 í borgarráði um Borgina okkar 2021, þar sem gert er ráð fyrir 30 milljón kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfunum sem íbúaráð úthluta.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins
-
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir upplýsingum um hvaða starfsemi fer fram í húsnæði gamla Korpuskóla? Ef samningur um leigu hefur verið gerður, hve langur er hann? Hefur verið hugað að því að bjóða einkareknum skólum að vera með starfsemi í húsnæðinu?
Fundi slitið klukkan 17:57
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0303.pdf