Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 14

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2021, miðvikudaginn, 6. janúar, var haldinn 14. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og Árni Guðmundsson. Fundinn sat einnig með fjarfundarbúnaði, Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á málefnum Gufunesbæjar og hugmyndum um uppbyggingu.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Atla Steini framkvæmdastjóra Gufunesbæjar er þakkað fyrir greinargóða kynningu á starfseminni og framtíðarhugmyndum um uppbyggingu.

    Atli Steinn Árnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 1. desember 2020 vegna auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Jöfursbás 5 og 7.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um póstnúmer í Bryggjuhverfi. 

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Grafarvogs dags. 6. janúar 2020, um breytingu á póstnúmeri Bryggjuhverfis.

    Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir því við póstnúmeranefnd að póstnúmeri Bryggjuhverfis verði breytt. Núna er póstnúmer Bryggjuhverfisins 110 sem er það sama og í Árbæjarhverfi. Í núverandi skipulagi fylgir Bryggjuhverfi Grafarvogi sem er með póstnúmer 112 og því eðlilegast að hverfið fái sama póstnúmer og önnur hverfi í Grafarvogi. Íbúaráðið óskar eftir þessari breytingu vegna óska frá íbúum Bryggjuhverfis.

    Samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um íbúalýðræðisverkefnið Hverfið mitt.

  6. Fram fer umræða um grenndarstöðvar í hverfinu.

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 18:08