Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 13

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2020, miðvikudaginn, 30. desember 2020, var haldinn 13. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 12:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Sævar Reykjalín. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði, Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigþórsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Gunnari Haukssyni styrk að upphæð kr. 787.300,- vegna verkefnisins Teqball borð í hjarta Grafarvogs. 

    Samþykkt að veita Snorra S. Vidal styrk að upphæð kr. 300.000,- vegna verkefnisins Jólagleði í hverfið okkar II.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 12:15

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_3012.pdf