Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 12

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2020, miðvikudaginn, 2. desember 2020, var haldinn 12. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Sævar Reykjalín. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði, Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigþórsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. nóvember 2020, um framlengingu á heimild til nýtingar fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á íþrótta- og tómstundamálum í Grafarvogi. 

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. október 2020 – drög að tillögum að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040
    Formanni falið að vinna umsögn í samráði við ráðið og skila. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fulltrúa íbúasamtaka og fulltrúa foreldrafélaga, dags. 14. október 2020 um tillögu að hámarkshraðaáætlun í borgarhlutanum.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram umsögn fulltrúa Samfylkingar, ódags., um tillögu að hámarkshraðaáætlun fyrir borgarhlutann. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um póstnúmer Bryggjuhverfis.

  7. Fram fer umræða um starf íbúaráðs Grafarvogs hingað til. 

  8. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 10 október um skjólbelti og umferð stærri ökutækja í Rimahverfi.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Grafarvogs tekur heilshugar undir þetta erindi íbúa og hvetur umhverfis- og skipulagssvið til að bregðast við því á sómasamlegan hátt í samstarfi við íbúa hverfisins. Einnig að sviðið leiti leiða til að færa þunga umferð af Borgarveg yfir aftur á Strandveg.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. nóvember 2020, um samþykkt tillögu um framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð til 1. júlí 2020.

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  11. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr hverfissjóði. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    a) Barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar Fjölnis – Softball mót Fjölnis.
    b) Helga Hreiðarsdóttir – Friðarboð 2019.
    C) Sævar Reykjalín – Áfram lestur!

  12. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr Sumarborg 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    a) Frjálsíþróttadeild Fjölnis – Fjölnishlaup Olís 2020.
    b) Frjálsíþróttadeild Fjölnis – Vormót Fjölnis 2020.
    c) Skátasamband Reykjavíkur – Hoppandi fjör við sundlaugar.

  13. Lögð fram umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Samþykkt að veita Snorra S. Vidal styrk að upphæð kr. 430.000 vegna verkefnisins Jólagleði í hverfið okkar. 

    -    18.21. Valgerður Sigurðardóttir víkur af fundi. 

    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 80.000 vegna verkefnisins Áramót Fjölnis. 
    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 80.000 vegna verkefnisins Jólamót frjálsíþróttadeildar Fjölnis fyrir 6-10 ára.
    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 80.000 vegna verkefnisins Hlaupahópur – nýliðanámskeið. 

    -    18.34. Valgerður Sigurðardóttir tekur sæti á fundi. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:35

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0212.pdf