Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 11

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2020, miðvikudaginn, 7. október 2020, var haldinn 11. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Sævar Reykjalín og Aldís Ósk Björnsdóttir Diego. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á íþrótta- og tómstundamálum í Grafarvogi. 
    Frestað.

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. september - Ósk um umsögn um tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir Grafarvog. 
    Samþykkt að kalla eftir athugasemdum íbúa í Grafarvogi og fela formanni í samráði við ráðið að skila athugasemdum fyrir tilskilin frest. Fulltrúar í ráðinu áskilja sér rétt til að skila eigin umsögn náist ekki eining um sameiginlegar athugasemdir ráðsins.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september vegna auglýsingar á tillögu á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 – Sérstök búsetuúrræði.
    Samþykkt að fela varaformanni að kanna málið nánar í samráði við ráðið og eftir atvikum skila athugasemdum fyrir tilskilinn frest.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vestur, svæði 4. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 14. september 2020  vegna breytinga á reglum um úthlutun í hverfissjóð Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. september vegna bókunar íbúaráðs Grafarvogs um ólykt frá Gufunessvæði.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að íbúum í Grafarvogi verði kynnt svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og málið verði tekið áfram í samræmi við viðbrögð þeirra.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  8. Lögð fram umsókn vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Samþykkt að heimila Hinu Húsinu að breyta og aðlaga verkefnið Fimmtudagsforleikur í Gufunesbæ að breyttum aðstæðum vegna Covid -19.

Fundi slitið klukkan 18:00

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0710.pdf