Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2020, miðvikudaginn, 24. september 2020, var haldinn 9. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16:00. Fundinn sat Ásmundur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Skúli Þór Helgason, Helgi Grímsson, Soffía Vagnsdóttir, Soffía Pálsdóttir, Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Sævar Reykjalín.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á um breytingum á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi.
Fulltrúi Samfylkingar í íbúaráði Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Ég vil byrja á því að óska Víkurskóla til hamingju með Evrópu styrk til þróunar námsefni tengdu námsefni í vísindum tækni, verkfræði og listum. Það verður spennandi að fylgjast með þessu verkefni ég tel vera góð þróun í takt við breytta tíma. Það er ánægjulegt að heyra af spennandi fagfög séu til boð fyrir nemendur. Það er einnig spennandi að sjá miðstig í skólanum tveim hafa einnig tækifæri að velja sé val eftir þeirra áhuga. Sem fyrrum nemandi Víkurskóla tel ég þessar nýju faggreinar vera mikil bót fyrir skólann frá því ég sat þar og lærði sem og bætt aðstaða fyrir félagsmiðstöðina Vígyn.
Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á samgöngubótum vegna breytinga á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fulltrúi Íbúasamtaka Grafarvogs og fulltrúi foreldrafélagsins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar íbúaráðs Grafarvogs Árni Guðmundsson, Sævar Reykjalín og Valgerður Sigurðardóttir harma vinnubrögð meirihlutans í Reykjavík þegar kemur að skólamálum í norðanverðum Grafarvogi. Þvert á vilja íbúa var ráðist í sameiningar Því miður þrátt fyrir fögur loforð þá hefur fátt staðist og augljóst að litlir peningar hafa verið settir í sameiningarnar. Töluvert vantar upp á að skólarnir séu réttum tækjum búnir, iðnaðarmenn hafi lokið vinnu eða kennsla hafi geta hafist í valfögum á réttum tíma. Það er undarlegt að ekki hafi verið meira samráð við alla foreldra þrátt fyrir þá sterku ósk frá foreldrum allt frá því að hugmyndir um breytingar komu fyrst fram. Það er gríðarlega mikilvægt þegar er farið í jafn stórar breytingar að allir foreldrar fái að koma að þeim með því að bjóða upp á opinn fund og undarlegt að íbúaráð Grafarvogs þurfi að óska eftir aukafundi í ráðinu til þess að fá þessar löngu tímabæru umræður.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt er fram bréf frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 4. september 2020, með beiðni til íbúaráðs Grafarvogs um umsögn um tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur.
Frestað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:31
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_2409.pdf