Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr.1

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2019, mánudaginn 18. nóvember, var haldinn 1. fundur Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ingunnarskóla og hófst klukkan 17:05. Viðstödd voru Freyr Gústavsson, Sigrídur Arndis Jóhannsdottir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson, Sigrún Guðjohnsen. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Heimir Snær Guðmundsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. september 2019, þar sem fram kemur að samþykkt var á fundi borgarstjórnar þann 3. september, sbr. 11. lið fundargerðar borgarstjórnar, að Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir taki sæti í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsárdals og að Garðar Sævarsson, Margrét Sverrisdóttir og Þór Elís Pálsson taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt er lagt til að Freyr Gústavsson verði formaður ráðsins.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram tilnefningar íbúasamtaka dags. 27. september og foreldrafélaga dags. 27. september 2019. Fyrir hönd íbúasamtaka er Björn Ingi Björnsson aðalmaður og varamaður Steinar Fjeldsted. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Sigrún Guðjohnsen og varamaður Heiðdís Hrafnkelsdóttir.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kosning varaformanns og samþykkt að Valgerður Sigurðardóttir verði varaformaður ráðsins.

  4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní 2019, að á fundi borgarstjórnar þann 18. júní, var 8. liður fundargerðar forsætisnefndar frá fundi forsætisnefndar þann 14. júní 2019, samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur, samþykktur.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð með tillögum hópsins, dags. 24. apríl  2019, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 7. maí s.l.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins.

  7. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu  dags. 25. ágúst, um að á fundi  mannréttinda- nýsköpunar og lýðræðisráð þann 12. september, sbr. 5. lið fundargerðar ráðsins,  var breytingum á úthlutunarreglum hverfissjóðs, vísað til umsagnar íbúaráða.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals samþykkir að gera ekki athugasemdir við drög að breytingum á úthlutunarreglum.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um umferðaröryggismál í hverfinu.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir kynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals telur mikilvægt að ráðist verði í að tryggja með sem bestum hætti aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda í borgarhlutanum og þá sérstaklega við alla grunn- og leikskóla. Ráðið beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að gera úttekt á aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda við framkvæmdasvæði víða í Úlfarsárdal sem og  á aðgengi barna að Dalskóla, og gera viðeigandi ráðstafanir. Þá er því beint til Bílastæðasjóðs að auka eftirlit í hverfinu með ólöglegri lagningu bifreiða á borgarlandi svo að gangandi og hjólandi komist um með öruggum hætti.

    Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  9. Fram fer umræða um hverfissjóð og nýtingu hans í hverfinu. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn til mannréttinda- lýðræðisskrifstofu: 

    Ráðið óskar eftir upplýsingum um úthlutanir úr hverfissjóði síðustu þrjú ár, sundurliðað eftir árum og einstökum úthlutunum. Einnig er óskað eftir upplýsingum um umsóknir í hverfissjóð á þessu ári og eftir atvikum samþykktum umsóknum á þessu ári.

Fundi slitið klukkan 18:26

PDF útgáfa fundargerðar
fg_18.11.2019.pdf