Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 9

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2020, mánudaginn 21. desember, var haldinn 9. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1760/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson, Sigrún Guðjohnsen og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. nóvember 2020, um framlengingu á heimild til nýtingar fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. nóvember 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu stýrihóps um innleiðingu íbúaráða á framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð til 1. júlí 2021. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Birni Inga Björnssyni, fulltrúa íbúasamtaka er þakkað fyrir mikilvægt framlag í þágu íbúa og gott samstarf á árinu sem er að líða.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um umferðaröryggi við Dalskóla. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Mjög brýnt er að laga strax aðgengi að Dalskóla, þar hefur skapast mikil hætta þegar börn eru á leið í skóla. Bæta þarf lýsingu við gangbrautir þar strax ásamt því að bæta við gangbrautum. Hringtorg sem er fyrir framan skólann er einnig að valda slysahættu því flókið er að átta sig á því fyrir þá sem koma akandi að skólanum hvort að um raunverulegt hringtorg er að ræða og því veldur það slysahættu.

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 27. nóvember 2020, um drög að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
    Samþykkt

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember 2020, vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Rökkvatjörn 2

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um bílastæðamála í hverfinu. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð óskar eftir úttekt og úrbótum á bílastæðamálum í Grafarholti og Úlfarsárdal. Lagning bifreiða á gangstéttum er viðvarandi vandamál sem og lagning á akbrautum sem veldur ökumönnum óþægindum. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdal óskar eftir samtali og samráði við umhverfis- og skipulagssviðs varðandi úrbætur.

  7. Fram fer umræða um starf íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals að loknu fyrsta starfsári.

  8. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember 2020, við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um eftirlit bílastæðasjóðs í hverfinu, sbr. 8. lið fundargerðar ráðsins þann 21. september 2020.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. nóvember 2020, við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals vegna fyrirkomulags tiltekinna gatnamóta, sbr. 9. liður fundargerðar ráðsins þann 21. september 2020.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  11. Lagðar fram greinargerðir styrkþegar vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður. 

    a) Frístundamiðstöðin Ársel – Bátafjör á Reynissvæði
    b) Frístundamiðstöðin Ársel – Útieldun í Grafarholti
    c) Félagsmiðstöðin Fókus – Ungmenni í blóma öllum og til sóma

  12. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins var lokaður. 
    Samþykkt að veita Fylki styrk að upphæð kr. 170.000,- vegna verkefnisins Íþróttir eldri borgara í hverfi 110 og 113 hjá íþróttafélaginu Fylki.

Fundi slitið klukkan 18:14

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_2112.pdf