Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 8

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2020, mánudaginn 19. október, var haldinn 8. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var opinn, haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson, Sigrún Guðjohnsen og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og umræða um samstarf við íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals. 

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir greinargóða kynningu á starfsemi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts.

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. september 2020 þar sem auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 – sérstök búsetuúrræði, heimildir innan landnotkunarsvæða. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn fulltrúa Viðreisnar, fulltrúa Samfylkingar, fulltrúa íbúasamtaka, fulltrúa foreldrafélaga og fulltrúa slembivalinna dags. 13. október 2020, um tillögu að hámarkshraðaáætlun fyrir borgarhlutann. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn fulltrúa Sjálfstæðisflokks dags. 13. október 2020, um tillögu að hámarkshraðaáætlun fyrir borgarhlutann. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. október 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um útsýnispall á Úlfarsfelli, sbr. 10. lið fundargerðar ráðsins þann 21. september 2020.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. október, drög að tillögum að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 - Endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

Fundi slitið klukkan 18:14

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_1910.pdf