Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 7

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2020, mánudaginn 21. september, var haldinn 7. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var opinn, haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 17.05. Fundinn sat Freyr Gústavsson og Eyjólfur Eyjólfsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson og Sigrún Guðjohnsen.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september, til ráða og nefnda um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar. R18060129

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og samstarf við íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals.

    Frestað.

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 14. september 2020, um breytingar á reglum um úthlutun hverfissjóðs Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram ábendingar íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. júní 2020, vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar 2021-2025.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skóla- og frístundaráðs dags. 25. júní 2020, vegna tillögu íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um smíðavelli í hverfinu.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. september 2020, með beiðni um umsögn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um tillögu að hámarkshraðaáætlun í hverfinu.

    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals að gera umsögn í samráði við aðra fulltrúa ráðsins fyrir 14. október n.k., sem verður lögð fram til staðfestingar á næsta fundi íbúaráðsins.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um bílastæði í hverfinu.

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nokkur óánægja er meðal íbúa með skort á merkingum og mistúlkun á legu bílastæða í ÚIfarsárdal. Má þar helst nefna Freyjubrunn og Sjafnarbrunn. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur til að bílastæði í borgarlandi sem liggja samhliða akbrautum verði merkt með málningu.

  8. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Með hvaða hætti er eftirliti Bílastæðasjóðs með ólöglegri lagningu bifreiða á borgarlandi háttað í Grafarholti og Úlfarsárdal? Er eftirlitið reglubundið eða tilfallandi?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  9. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Stendur til að skýra með merkingum eða breyta skipulagi gatnamóta með hringlaga umferðareyjum annars vegar við Hlínartorg og hins vegar á Úlfarsbraut norðan Dalskóla? Óljóst er hvort um er að ræða hringtorg eða almennan hægrirétt og skapast oft hætta þegar bílar mætast.

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  10. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Samkvæmt breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir útsýnispalli við nýtt útvarpsmastur á Úlfarsfelli. Stendur til að byggja slíkan útsýnispall og ef svo er, hver er tímaáætlun þess verkefnis?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  11. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir vegna Sumarborgar 2020. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita verkefninu Pop up leikvöllur, styrk að upphæð kr. 125.000,- 

    Samþykkt að veita verkefninu Skátafjör við Hafravatn, styrk að upphæð kr. 450.000,- 

  12. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita verkefninu Æfingastúdíó, styrk að upphæð kr. 350.000,- 

Fundi slitið klukkan 18:04

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_2109.pdf