Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2020, mánudaginn 15. júní, var haldinn 6. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var opinn, haldinn í Dalskóla og hófst kl. 17.05. Fundinn sat Freyr Gústavsson. Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Sigrún Guðjohnsen og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. júní 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.
-
Fram fer kynning á framkvæmdum í hverfinu.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir kynninguna. Íbúaráðið fagnar þeirri miklu og tímabæru uppbyggingu sem nú á sér stað í hverfinu.
Kristinn Arnbjörnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- 17:15 Björn Ingi Björnsson tekur sæti á fundi.
-
Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdal leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu varðandi aðkomu ráðsins að fjárfestingar og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar:
Formanni í nánu samráði við ráðið falið að vinna málið áfram og skila ábendingum íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals varðandi fjárfestingar- og viðhaldsverkefni fyrir lok júní.
Samþykkt.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2020, vegna draga að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Í tillögunni er skerpt á heimildum er varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi fulltrúa í Foreldrafélagi Sæmundarskóla 19. maí 2020 vegna aðstöðu félagsmiðstöðvar fyrir nemendur í Sæmundarskóla.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið tekur undir erindi fulltrúa Foreldrafélags Sæmundarskóla og hvetur til þess að ásættanleg tímabundin lausn verði fundin á húsnæðisvanda félagsstafs unglinga við skólann við fyrsta tækifæri á meðan unnið er að varanlegri lausn. Íbúaráðið telur mikilvægt að viðunandi húsnæði sé til staðar svo unnt sé að sinna þessu mikilvæga starfi í hverfinu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um þátttöku barna í frístundastarfi í Grafarholti.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð lýsir yfir áhyggjum sínum af dræmri þátttöku barna á aldrinum 6-12 ára í frístundastarfi í Grafarholti. Mikilvægt er að hjálparteymi taki málið til umræðu og komi því í viðeigandi farveg án tafar.
-
Fram fer umræða um umferðarmál í hverfinu.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Á fundi íbúaráðsins í nóvember sl. var því beint til Bílastæðasjóðs að auka eftirlit í hverfinu með ólöglegri lagningu bifreiða á borgarlandi. Víða um hverfið er bifreiðum lagt daglega á gönguleiðum svo aðgengi um þær lokast alveg. Íbúaráðið telur nauðsynlegt að brugðist verði tafarlaust við vandamálinu svo tryggja megi að gangandi og hjólandi komist öruggir leiða sinna.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. júní 2020 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Rökkvatjörn 5.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. júní vegna tillögu að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Umsóknum hafnað. -
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita verkefninu Bátafjör á Reynisvatni styrk að upphæð kr. 100.000 ,-.
Samþykkt að veita Árseli og Hjólakrafti styrk að upphæð kr. 84.000,- vegna verkefnisins Kynslóðir hjóla saman í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Samþykkt að veita Félagsmiðstöðinni Fókus styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Ungmenni í blóma og öllum til sóma.
Samþykkt að veita Árseli styrk að upphæð kr. 30.000,- vegna verkefnisins Útieldun í hverfinu.Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
-
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi tillögu:
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur til að opnað verði aftur fyrir umsóknir um styrki úr Sumarborginni 2020 - hverfin við fyrsta tækifæri.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_1506.pdf