Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2020, mánudaginn 18. maí, var haldinn 5. fundur Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur (Tjarnarbúð) - Fjarfundur og hófst klukkan 10:28. Viðstödd voru Freyr Gústavsson, Sigrídur Arndis Jóhannsdottir, Valgerður Sigurðardóttir, Björn Ingi Björnsson, Eyjólfur Eyjólfsson. Fundarritari:
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á félagsauði og forvörnum í hverfinu.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar fyrir góða kynningu og umræður.
Trausti Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals:
Lagt er til að komið verði á fót smíðavöllum fyrir grunnskólanema í hverfinu sumarið 2020. Verkefnið getur verið hvort í senn atvinnuskapandi fyrir ungmenni á komandi sumri auk þess sem um uppbyggilega og jákvæða iðju væri að ræða fyrir börnin í hverfinu. Lagt er til að íþrótta- og tómstundasviði eða skóla- og frístundasviði verði falið að koma verkefninu á fót, hugsanlega í samstarfi við forsvarsmenn annars frístundastarfs í hverfinu.
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. apríl 2020 sem samþykkt var í borgarráði sbr. 23. lið fundargerðar ráðsins 30. apríl 2020. Í tillögunni er íbúaráðum borgarinnar veittar 30 milljónum kr. til að úthluta til verkefna sem hafa það að markmiði að efla hverfisanda, mannlíf og menningu sumarið 2020.
- 17.45. Sigrún Guðjohnsen tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar og borgarritara dags 6. mars við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals um um úthlutaðar en óbyggðar lóðir í hverfinu, sbr. 7. lið fundargerðar ráðsins 20. janúar 2020.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Víða um hverfið er óboðlegur frágangur og umgengni á og umhverfis lóðir ýmist í eigu einkaaðila eða borgarinnar. Íbúaráðið leggur til að farið verði í tafarlausa úttekt á stöðu mála og að gripið verði til átaks í umgengnismálum. Þá er borgarráð hvatt til þess að kanna möguleikann á að ráðstafa óseldum lóðum undir sérbýli í eldri hluta Úlfarsárdals til búsetufélaga eða leigufélaga í óhagnaðardrifinni starfsemi svo flýta megi uppbyggingu og frágangi hverfisins auk þess sem tækifæri eru til að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir stærri fjölskyldur í borginni.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um jarðvegsfok í hverfinu.
-
Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða dags.18. febrúar 2020 um tillögu Flokks fólksins um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. mars 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Breiðholts um aðgang að lokaskýrslum vegna styrkja úr hverfissjóði
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um sumarleyfi íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals.
-
Lögð fram verkáætlun Reykjavíkurborgar ódags. vegna vorhreinsunar á götum og gönguleiðum í hverfinu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagt fram yfirlit umsókna 2019 í hverfissjóð í Grafarholti og Úlfarsárdal. Þessi liður fundarins er lokaður.
-
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Undanfarna mánuði hefur borið á verulegu jarðvegsfoki um hverfið frá framkvæmdasvæði við Leirtjörn með tilheyrandi óþrifnaði og óþægindum fyrir íbúa. Hvaða ráðstafana er mögulegt að grípa til svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi jarðvegsfok og hvenær má gera ráð fyrir að frágangi á svæðinu ljúki á þann hátt að ekki verði áframhaldandi jarðvegsfok þaðan?
Fundi slitið klukkan 18:31
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_nr_5.pdf