No translated content text
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2023, miðvikudagurinn, 20. mars, var haldinn 41. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Ingunnarskóla og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Björn Ingi Björnsson, Ellen Ellertsdóttir, Herdís Björnsdóttir og Stefán Pálsson. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um skólastarfs í borgarhlutanum. MSS24030073
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarholts- og Úlfarsárdals lýsir óánægju sinni með viðvarandi mönnunarvanda í frístundarheimilum hverfisins sem birtist í því að nemendur í 3. og 4. bekk fá vistun seint og illa eða alls ekki. Þetta ástand er bagalegt fyrir börnin, enda hafa frístundarheimilin mikilvægu menntunar- og forvarnarhlutverki að gegna, en ekki síður fyrir foreldra sem haldið er í óvissu svo mánuðum skiptir. Mikilvægt er að ráðist sé í stórátak í mönnunarmálum frístundarheimilanna sem og að bætt verði upplýsingagjöf til foreldra um stöðu og framvindu mála.
- Kl. 16.43 tekur Heiða Björk Júlíusdóttir sæti á fundinum.
-
Fram fer kynning á starfsemi Hopp í borgarhlutanum.
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, dags. 20. mars 2024, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2024, með umsagnarbeiðni um tillögu um breytingu á hámarkshraða, ásamt fylgiskjölum. USK23010018
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 4. mars 2024, um opnun fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Fundi slitið kl. 18:00
Guðný Maja Riba Stefán Pálsson
Herdís Björnsdóttir Björn Ingi Björnsson
Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 20. mars 2024