No translated content text
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2020, mánudaginn 17. febrúar, var haldinn 4. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði Dalskóla og hófst kl. 17.05. Fundinn sátu Freyr Gústavsson, Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Sigrún Guðjohnsen og Eyjólfur Eyjólfsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sólveig Ingibjörg Reynisdóttir. Einn gestur sat fundinn.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Hverfið mitt og samþykktum tillögum í hverfinu.
Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið þakkar góða kynningu á verkefninu Hverfið mitt og fagnar góðri þátttöku íbúa hverfisins.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- 17.07 Björn Ingi Björnsson tekur sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á forvörnum í hverfinu.
Frestað. -
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdal um úthlutanir úr hverfissjóði sbr. 9 lið fundargerðar 18. nóvember 2019.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Fram fer umræða um skipulagsmál í hverfinu.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar í íbúaráði Grafarholts og Úlfarsársdal Björn Ingi, Sigrún Sía og Valgerður harmar þau ummæli sem formaður skipulagsráðs Sigurborg Ósk Haraldsdóttir lét falla í þættinum Flakk með Lísu Páls á Rás 1. Þar var talað um að Breiðholtið og Árbærinn væru vel skipulögð hverfi hvað varðar m.a. félagsleg samskipti. En sem dæmi um hverfi sem eru ekki eins vel heppnuð nefndi hún Grafarvog og Grafarholt, þar væri alger einangrun. Hún sagði að í þeim hverfum keyrði helst einn í hverjum bíl og fólk byggi í risa stórum einbýlishúsum - laust við félagsleg samskipti. Fulltrúarnir vilja ítreka það að slík ummæli eru í alla staði ófagleg og vilja benda öllum kjörnum fulltrúum á það að kynna sér vel þau félagslegu samskipti sem eru í Grafarvogi og Grafarholti áður en slík ummæli eru látinn falla.
Fulltrúi Viðreisnar, fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi slembivalinna leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikið og gott mannlíf og félagsleg samskipti eiga sér stað í borgarhlutanum. Við hvetjum skipulags- og samgönguráð til að stuðla að aðgerðum sem draga úr þörf íbúa á notkun einkabíla með bættum almenningssamgöngum í Grafarholti og Úlfarsárdal t.a.m. með bættri tíðni ásamt því að afnema skerðingu á þjónustu yfir sumartímann sem komið var á árið 2019. Við fögnum þegar fram komnum breytingum á skipulagi sem heimila uppbyggingu íbúða á reit verslunarkjarna við Kirkjustétt sem og uppbyggingu verslunar og þjónustu við Skyggnisbraut sem hvort tveggja er til þess fallið að þétta byggð og styðja við nærþjónustu í hverfinu. Uppbygging íþróttaaðstöðu, menningarmiðstöðvar og sundlaugar við útivistarsvæði hverfisins mun efla til muna félagsauð hverfisins þegar framkvæmdum líkur.
- 18.30 Valgerður Sigurðardóttir víkur af fundi.
-
Lögð fram til afgreiðslu umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Umsókn hafnað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:44
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarholts_og_ulfarsardals_nr_4.pdf