Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 39

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2024, miðvikudagurinn, 17. janúar, var haldinn 39. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Guðríðarkirkju og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Björn Ingi Björnsson, Heiða Björk Júlíusdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Ellen Ellertsdóttir, Herdís Björnsdóttir og Stefán Pálsson. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi og þjónustu Guðríðarkirkju. MSS23090077

    Leifur Ragnar Jónsson, María Rut Baldursdóttir og Níels Árni Lund taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer umræða um starf íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 2024. MSS22090034

  3. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals – vor 2024. MSS22090031
    Samþykkt með þeirri breytingu að ráðið fundar einnig þann 20. mars 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  5. Fram fer umræða um grisjun og umhirðu skógarreita í hverfinu. MSS24010151

    Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi bókun:

    Samþykkt að fela formanni að beina því til umsjónaraðila borgarlandsins að sinna grisjun á skógræktareitum í hverfinu sem margir hverjir eru orðnir of þéttir og liggja undir skemmdum.
     

Fundi slitið kl. 17:51

Guðný Maja Riba Stefán Pálsson

Herdís Björnsdóttir Björn Ingi Björnsson

Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 17. janúar 2024