Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2023, miðvikudagurinn, 22. nóvember, var haldinn 38. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í bókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Heiða Björk Júlíusdóttir, Ellen Ellertsdóttir, Marta Guðjónsdóttir. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi Pikkoló. MSS23090077
Ragna Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- 16.45 tekur Björn Ingi Björnsson sæti á fundinum.
- 16.45 tekur Andrés Skúlason sæti á fundinum.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. nóvember 2023, með umsagnarbeiðni um stafræna stefnu.
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS2303015
Samþykkt að veita Stefáni Stefánssyni styrk að upphæð kr. 400.000 vegna verkefnisins Hverfisblað í 113 Reykjavík
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Sæmundarskóla styrk að upphæð kr. 75.000 vegna verkefnisins Jólaskemmtun Sæmundarskóla.
Öðrum umsóknum hafnað.
Fulltrúi foreldrafélaga víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Foreldrafélags Sæmundarskóla.
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:22
Guðný Maja Riba Andrés Skúlason
Marta Guðjónsdóttir Björn Ingi Björnsson
Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 22. nóvember 2023