Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals - Fundur nr. 37

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals

Ár 2023, miðvikudagurinn, 18. október, var haldinn 37. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í bókasafninu í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Björn Ingi Björnsson, Heiða Björk Júlíusdóttir, Ellen Ellertsdóttir, Marta Guðjónsdóttir og Stefán Pálsson. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer umræða um skipulagsmál í Grafarholti og Úlfarsárdal. MSS23090077

  Hrafnhildur Sverrisdóttir og Bjarni Rúnar Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

 2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. október 2023, um niðurstöður kosninga í Hverfið mitt. MSS22020075

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 4. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 18. október 2023:

  Lagt er til að úrbætur verði gerðar á gangbraut við Úlfarsbraut á móts við íþróttahús Fram. Bæta þarf lýsingu við gangbrautina og gera ráðstafanir til að draga úr hraðakstri við hana, t.d. setja hraðamælingaskilti þar upp að nýju. Jafnframt er æskilegt að setja upp grind fyrir neðan tröppur, sem liggja að umræddri gangbraut. Um er að ræða helstu aðkomuleið barna og unglinga úr hinu ört vaxandi íbúahverfi í Úlfarsárdal niður að íþróttasvæði Fram og Dalslaug. MSS23100170

  Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.

 5. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 18. október 2023:

  Lagt er til að gerðar verði úrbætur við gangbrautir við Úlfarsárdal þar sem lýsingu skortir. Nauðsynlegt er að ráðist verði í úrbætur sem allra fyrst áður en skammdegið skellur á enda um gönguleið barna og  ungmenna til og frá skóla að ræða. MSS23100171

  Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. 

Fundi slitið kl. 18:06

Guðný Maja Riba Stefán Pálsson

Marta Guðjónsdóttir Björn Ingi Björnsson

Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals 18. október 2023